Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 00:03 Fangelsið og allt sem var þar inni er rústir einar eftir árásina á fangelsið. Rúm og menn orðin að ösku. AP Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51