„Það var minniháttar reykur í tæknirými - frá rafmagnstöflu. Lögreglan kom á undan á vettvang og rýmdi svæðið og svo var farið inn í tæknirýmið og við fullvissuðum okkur um að það væri enginn eldur,“ segir Stefán Geir Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri í samtali við fréttastofu.
Slökkviliðið er nú að störfum við reykræstingu tæknirýmisins og vonir eru bundnar við að starfsemin verði komin í lag innan skamms.
Frétt uppfærð kl. 15.20 með færslu Skógarbaðanna.