Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Meðal þess sem börnin gera á námskeiðinu er að tjá sig með myndlist. Hér má sjá hjarta sem samsett er úr þjóðfánum Úkraínu og Íslands. Vísir/Einar Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi. Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi.
Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira