Fimm drepnir og 25 særðir í árás Rússa á Kropyvnytskyi Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 15:58 Úkraínskir hermenn á framlínunni í Kharkiv-héraði skjóta úr fallbyssum í átt að Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Fimm voru drepnir og 25 særðust í loftárás Rússa á Kropyvnytskyi fyrr í dag. Rússar halda áfram loftárásum sínum í suðri og austri Úkraínu en eru auk þess farnir að beina sjónum sínum aftur að Kænugarði í fyrsta skiptið í margar vikur. Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs. Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra. Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa. Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán. Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur. Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað. The illegal and unprovoked invasion of Ukraine is continuing. The map below is the latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 28 July 2022Find out more about the UK government's response: https://t.co/qMPs8CICqw #StandWithUkraine pic.twitter.com/EcU9CGVPlz— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 28, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs. Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra. Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa. Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán. Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur. Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað. The illegal and unprovoked invasion of Ukraine is continuing. The map below is the latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 28 July 2022Find out more about the UK government's response: https://t.co/qMPs8CICqw #StandWithUkraine pic.twitter.com/EcU9CGVPlz— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 28, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38