Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 11:34 Lögregla mun óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. Vísir/Hallgerður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Sjá meira
Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53
Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57