Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 12:18 Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju. Aðsend Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“ Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59
Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29