Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 07:01 Einar segir son sinn hafa keypt bátinn í góðri trú um að hann fengi að veiða vel inn í ágúst. Kvótinn kláraðist hins vegar þann 21. júlí. vísir/vilhelm/skjáskot Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. Strandveiðikerfinu má skipta upp í fjögur svæði, sem kallast A, B, C og D-svæði. Frá árinu 2016 hafa öll svæðin veitt úr sama kvótapotti, sem var rúm ellefu þúsund tonn í ár. Strandveiðisvæði landsins eru fjögur.vísir/sara rut En svæðin koma ekki öll jafn vel út úr þessu. Á Raufarhöfn býr smábátasjómaðurinn Einar Sigurðsson sem segir farir sínar ekki sléttar eftir strandveiðitímabilið í ár. „Við komum mjög illa út úr því. Einn heildarpottur yfir landið... það er ekki að virka. Það er bara þannig. Fiskgengdin er mjög misjöfn á milli svæðanna þannig ef við erum allir að veiða úr sameiginlegum potti. Það gengur ekki upp,“ segir Einar. Stórfiskurinn gengur nefnilega ekki á Austurlandið fyrr en seint á sumrin. „Hann kemur svona um 20. júlí eitthvað svoleiðis. Þá erum við að fara að fá svona sæmilega veiði, velunnindi og góðan fisk. Verðmikinn fisk,“ segir Einar. Kvótinn kláraðist hins vegar 21. júlí í ár og því fá veiðimenn á svæði C lítið sem ekkert af verðmætum fisk. Klippa: Sonurinn keypti strandveiðibát en fékk lítið sem ekkert að veiða Sonur Einars ákvað að feta í fótspor föður síns á þessu ári og kaupa sér bát fyrir strandveiðitímabilið. „Við töldum nú og mátum það svo að þetta myndi nú kannski ekki vera eins slæmt eins og undanfarið. Það er alltaf hamrað á því að við fáum 48 daga í veiðar á ári. Það er búið að lofa því í sex ár en það hefur ekki enn þá orðið að veruleika,“ segir Einar. Sonur hans hafi keypt bátinn í góðri trú um að hann gæti veitt vel inn í ágústmánuð. Vestfirðir með yfir 60 prósent kvótans Þegar hlutföll veiðinnar eru skoðuð milli svæða eftir tímabilið má sjá að A-svæði veiddi 58 prósent af kvótanum, B-svæði 18 prósent og C og D svæði aðeins 12 prósent. Aflinn skiptist mjög misjafnlega á milli svæða, enda gengur stór þorskur fyrst inn að landinu vestanverðu.vísir/sara rut Því græddi sonur Einars lítið sem ekkert á veiðunum í ár og situr eftir skuldugur með nýjan bát. „Ef að ég hefði hvatt hann til að róa ekki héðan að heima heldur fyrir vestan... þá væri staðan allt, allt önnur,“ segir Einar. Hann mun þó reyna að halda bátnum og vonar að breyting sem matvælaráðherra hefur boðað á kerfinu, með svæðaskiptum kvóta leysi málið. „Já, það verða allavega verða meiri líkur á að hann geti verið heima. Og þurfi ekki að vera einhvers staðar í útlegð,“ segir Einar. Margir smábátasjómenn á C-svæði ræði reglulega þann möguleika að flytja vestur þar sem veiðin er betri snemma á tímabilinu. Það sé skelfileg þróun fyrir byggðarlög á Norðaustur- og Austurlandi þar sem veiðin verður ekki góð fyrr en í lok tímabilsins og stríði beinlínis gegn markmiðum strandveiða á Íslandi um að styrkja byggðarlög. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að meiri kvóti yrði ekki gefinn út til strandveiða í sumar til að lyfta undir með strandveiðimönnum á C-svæðinu. Hún skilji þó ósætti meðal þeirra vel, kerfið sé gallað eins og það er í dag og því hyggst hún leggja fyrrnefnt frumvarp um svæðaskiptar aflaheimildir fram á næsta þingi. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að hlusta eftir því sem strandveiðimenn hafa fram að færa,“ segir Svandís. „En mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur.“ Sjávarútvegur Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Strandveiðikerfinu má skipta upp í fjögur svæði, sem kallast A, B, C og D-svæði. Frá árinu 2016 hafa öll svæðin veitt úr sama kvótapotti, sem var rúm ellefu þúsund tonn í ár. Strandveiðisvæði landsins eru fjögur.vísir/sara rut En svæðin koma ekki öll jafn vel út úr þessu. Á Raufarhöfn býr smábátasjómaðurinn Einar Sigurðsson sem segir farir sínar ekki sléttar eftir strandveiðitímabilið í ár. „Við komum mjög illa út úr því. Einn heildarpottur yfir landið... það er ekki að virka. Það er bara þannig. Fiskgengdin er mjög misjöfn á milli svæðanna þannig ef við erum allir að veiða úr sameiginlegum potti. Það gengur ekki upp,“ segir Einar. Stórfiskurinn gengur nefnilega ekki á Austurlandið fyrr en seint á sumrin. „Hann kemur svona um 20. júlí eitthvað svoleiðis. Þá erum við að fara að fá svona sæmilega veiði, velunnindi og góðan fisk. Verðmikinn fisk,“ segir Einar. Kvótinn kláraðist hins vegar 21. júlí í ár og því fá veiðimenn á svæði C lítið sem ekkert af verðmætum fisk. Klippa: Sonurinn keypti strandveiðibát en fékk lítið sem ekkert að veiða Sonur Einars ákvað að feta í fótspor föður síns á þessu ári og kaupa sér bát fyrir strandveiðitímabilið. „Við töldum nú og mátum það svo að þetta myndi nú kannski ekki vera eins slæmt eins og undanfarið. Það er alltaf hamrað á því að við fáum 48 daga í veiðar á ári. Það er búið að lofa því í sex ár en það hefur ekki enn þá orðið að veruleika,“ segir Einar. Sonur hans hafi keypt bátinn í góðri trú um að hann gæti veitt vel inn í ágústmánuð. Vestfirðir með yfir 60 prósent kvótans Þegar hlutföll veiðinnar eru skoðuð milli svæða eftir tímabilið má sjá að A-svæði veiddi 58 prósent af kvótanum, B-svæði 18 prósent og C og D svæði aðeins 12 prósent. Aflinn skiptist mjög misjafnlega á milli svæða, enda gengur stór þorskur fyrst inn að landinu vestanverðu.vísir/sara rut Því græddi sonur Einars lítið sem ekkert á veiðunum í ár og situr eftir skuldugur með nýjan bát. „Ef að ég hefði hvatt hann til að róa ekki héðan að heima heldur fyrir vestan... þá væri staðan allt, allt önnur,“ segir Einar. Hann mun þó reyna að halda bátnum og vonar að breyting sem matvælaráðherra hefur boðað á kerfinu, með svæðaskiptum kvóta leysi málið. „Já, það verða allavega verða meiri líkur á að hann geti verið heima. Og þurfi ekki að vera einhvers staðar í útlegð,“ segir Einar. Margir smábátasjómenn á C-svæði ræði reglulega þann möguleika að flytja vestur þar sem veiðin er betri snemma á tímabilinu. Það sé skelfileg þróun fyrir byggðarlög á Norðaustur- og Austurlandi þar sem veiðin verður ekki góð fyrr en í lok tímabilsins og stríði beinlínis gegn markmiðum strandveiða á Íslandi um að styrkja byggðarlög. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að meiri kvóti yrði ekki gefinn út til strandveiða í sumar til að lyfta undir með strandveiðimönnum á C-svæðinu. Hún skilji þó ósætti meðal þeirra vel, kerfið sé gallað eins og það er í dag og því hyggst hún leggja fyrrnefnt frumvarp um svæðaskiptar aflaheimildir fram á næsta þingi. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að hlusta eftir því sem strandveiðimenn hafa fram að færa,“ segir Svandís. „En mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur.“
Sjávarútvegur Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48