Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 19:09 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels