Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 19:09 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39