„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 13:47 Börnin hafa farið á hestbak, í Vatnaskóg og margt fleira á vegum samtakanna Flottafólk. Næst stendur til að halda skapandi sumarnámskeið. Aðsend Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. „Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114 Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira