Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 12:07 Vladimir Putin forseti Rússlands ræðir við Ebrahim Raisi forseta Írans sem snýr baki í myndavélina í Teheran í dag. AP/GRIGORY SYSOYEV Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30