Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 16:30 Shaktar Donetsk krefur FIFA um skaðabætur. Milos Bicanski/Getty Images Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins. Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins.
Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira