Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 16:30 Shaktar Donetsk krefur FIFA um skaðabætur. Milos Bicanski/Getty Images Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins. Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins.
Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira