„Já, ég sagði 35 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce var í skýjunum eftir magnaðan sigur sinn í 100 metra hlaupi á HM í nótt. AP/Charlie Riedel Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum. Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira