„Já, ég sagði 35 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce var í skýjunum eftir magnaðan sigur sinn í 100 metra hlaupi á HM í nótt. AP/Charlie Riedel Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum. Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira
Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira