Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 22:26 Flugi Kára frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað um sólarhring. Vísir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira