Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 21:43 Nóra er ánægð að vera komin heim. Stöð 2 Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann. Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann.
Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23