Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2022 16:55 Barnakerra liggur nærri staðnum þar sem minnst ein eldflaug lenti í borginni. Minnst þrjú börn dóu í árásinni. AP/Efrem Lukatsky Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. Eldflaugarnar eru sagðar hafa verið af gerðinni Kalibr en Úkraínumenn segjast hafa skotið niður einhverjar af eldflaugunum sem skotið var af borginni.. 52 eru á sjúkrahúsi og þar af minnst fimm í alvarlegu ástandi en 39 er saknað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Minnst þrjú börn eru sögð vera meðal hinna látnu. Rússar, sem halda því ranglega fram að þeir geri ekki árásir á neitt nema hernaðarleg skotmörk, hafa ekki viðurkennt árásina en Margarita Simonyan, ritstjóri rússneska ríkismiðilsins RT, sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að árás hefði verið gerð á byggingu í Vinnitsía, því sú bygging hýsti „nasista“. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá upphafi innrásarinnar logið því að nasistar stjórni Úkraínu. Það að bjarga íbúum Úkraínu undan oki þessara meintu nasista er ein af mörgum ástæðum sem Rússar segja fyrir innrásinni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn hafa lýst árásinni sem stríðsglæp en Rússar standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi eins og fjöldamorð og nauðganir í Úkraínu. Selenskí sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í Haag, þar sem fulltrúar um fjörutíu ríkja ræða hvernig rannsaka eigi meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu, að árásin hefði verið gerð á byggingu sem hýsti heilsugæslustöð og önnur hús. Þar að auki hafi kviknað í um fimmtíu bílum. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tísti myndum af eftirmálum árásarinnar í dag. Hann sagði Rússa gera markvissar árásir á borgara til að dreifa ótta. Rússland væri hryðjuverkaríki og það þyrfti að skilgreina ríkið sem slíkt. Already 20 civilians have been confirmed dead following a Russian missile strike on Vinnytsia. Three children, including a toddler in the photo. This is terrorism. Deliberate murder of civilians to spread fear. Russia is a terrorist state and must be legally recognized as such. pic.twitter.com/AGMCbbjDH4— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) July 14, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09 Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Eldflaugarnar eru sagðar hafa verið af gerðinni Kalibr en Úkraínumenn segjast hafa skotið niður einhverjar af eldflaugunum sem skotið var af borginni.. 52 eru á sjúkrahúsi og þar af minnst fimm í alvarlegu ástandi en 39 er saknað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Minnst þrjú börn eru sögð vera meðal hinna látnu. Rússar, sem halda því ranglega fram að þeir geri ekki árásir á neitt nema hernaðarleg skotmörk, hafa ekki viðurkennt árásina en Margarita Simonyan, ritstjóri rússneska ríkismiðilsins RT, sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að árás hefði verið gerð á byggingu í Vinnitsía, því sú bygging hýsti „nasista“. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá upphafi innrásarinnar logið því að nasistar stjórni Úkraínu. Það að bjarga íbúum Úkraínu undan oki þessara meintu nasista er ein af mörgum ástæðum sem Rússar segja fyrir innrásinni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn hafa lýst árásinni sem stríðsglæp en Rússar standa frammi fyrir fjölmörgum trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi eins og fjöldamorð og nauðganir í Úkraínu. Selenskí sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í Haag, þar sem fulltrúar um fjörutíu ríkja ræða hvernig rannsaka eigi meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu, að árásin hefði verið gerð á byggingu sem hýsti heilsugæslustöð og önnur hús. Þar að auki hafi kviknað í um fimmtíu bílum. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tísti myndum af eftirmálum árásarinnar í dag. Hann sagði Rússa gera markvissar árásir á borgara til að dreifa ótta. Rússland væri hryðjuverkaríki og það þyrfti að skilgreina ríkið sem slíkt. Already 20 civilians have been confirmed dead following a Russian missile strike on Vinnytsia. Three children, including a toddler in the photo. This is terrorism. Deliberate murder of civilians to spread fear. Russia is a terrorist state and must be legally recognized as such. pic.twitter.com/AGMCbbjDH4— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) July 14, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09 Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23
Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. 13. júlí 2022 22:09
Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. 13. júlí 2022 12:00
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“