Ógeðslega spillingarsamfélagið Ragnhildur L. Guðmundsdóttir skrifar 14. júlí 2022 12:00 Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna. Heilbrigðisþjónusta, félagsleg þjónusta og almenn velferð borgara hefur setið á hakanum. Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft en margbrýtur þau lög með því að selja frá sér félagslegt húsnæði án þess að kaupa annað. Fólk fær heilbrigðisþjónustu eftir dúk og disk og þá algera lágmarksþjónustu. Fólk sem þarf á geðheilbrigðisþjónustu fær hana af skornum skammti og alls ekki eftir þörfum sbr. unga konan með búsetu í Reykjavík þarf að leita læknisþjónustu norður á Þórshöfn verandi í sjálfsvígshættu. Einstaklingar sem eru með mikinn og fjölkvilla geðrænan vanda fær endalaust lyf en ekki aðstoð við undirliggjandi vanda sem lyfin eru ekki að hjálpa til við, einstaklingur þurfti á dögunum að tala við lækni á vaktinni á sunnudagsmorgni sá benti honum á að finna leið á götunni til þess að láta sér líða betur, hvurslags læknisþjónusta er það? Ríkið gengur fremst í flokki þess að selja eigur þjóðarinnar og auðlindir hafsins sem hefðu svo vel getað staðið undir þeirri þjónustu sem skylt er með lögum að veita. Fólki er haldið í gíslingu í bið eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, langir biðlistar eftir læknisaðgerðum, börn bíða allt upp í 1-2 ár eftir greiningum og hjálp á geðsviði, fullorðnir bíða enn lengur nema það geti greitt sig framar í þjónustu en fullorðnir þurfa að greiða sjálft fyrir dýrar greiningar. Ríkið selur mjólkurkýr þjóðarinnar, bankana, til vina og vandamanna og finnst það bara allt í lagi. Lífeyrissjóðirnir gambla svo með lífeyri landsmanna í fjárfestingum til misgóðra verkefna eða blautra drauma sumra um stóriðju og það kemur svo niður á almenningi sem á sitt undir í lífeyrissjóðum þegar eftirlaunaaldri er náð en þá þarf e.t.v að skerða hann vegna óráðsíu þeirra sem sjóðunum stjórna. Hversu margir félagar í þessum sjóðum eru í stjórn þeirra? Eru það allt „fagfjárfestar“ og atvinnurekendur sem sitja þar við stjórn? Er markvisst unnið að því undir ráðríki Sjálfstæðisflokks að samþykkja að efla geðheilbrigðisþjónustu og aðra læknisþjónustu en án þess að setja það fé sem þarf í þennan málaflokk heldur bíða færis á að setja þjónustuna í einkarekstur, koma almenning í þá stöðu að tryggja sig fyrir heilbrigðisþjónustu líkt og gerist í USA svo einkaaðilar og tryggingafélög geti alveg örugglega kreist síðasta lífsdropann úr fólki. Það eru allir stjórnmálamenn undir í þessum hatti, þeir sem framkvæma svona gjörninga og þeir sem blaðra bara um hvað þetta sé hræðilegt og lýsa yfir áhyggjum en gera nákvæmlega ekkert. Núna ætlar fyrirtækið Vísir að selja Síldarvinnslunni/Samherja fyrirtækið, þetta eru tengdir aðilar sama hvernig þeir reyna að moka yfir flórinn og setja allt í kross út og suður svo almenningur „fatti ekki djókið“, alvöru stjórnmálamenn sem virkilega væru að vinna fyrir þjóðina myndu stöðva þennan gjörning. Þessi samþjöppun mun skilja eftir sviðna jörð sbr. útgerðina á Ísafirði með Gugguna gulu og á þessu þurfum við ekki á að halda á Suðurnesjum við höfum endalaust þurft að rífa upp atvinnu á svæðinu vegna vinnubragða ráðamanna og þessara 10% sem fara með auðlindir þjóðarinnar sem sinn sparigrís. Sameina ætti alla lífeyrissjóði í einn, fólk fengi greitt úr sjóðnum sinn lífeyri eftir þeim réttindum sem það hefur aflað sér óháð starfsvettvangi, við þurfum bara eina stjórn fyrir einn eftirlaunasjóð, mikill sparnaður og í stjórn á að skipa a.m.k að hluta fólk sem er á plani og á sitt undir að sjóðnum gangi vel en atvinnurekendur eiga ekki að vera þar til þess að hafa áhrif á hvernig sjóðurinn er ávaxtaður. Stjórnmálafólk ætti að hætta að gefa auðlindir þjóðarinnar og leyfa þessum 10% að stjórna afstöðu þeirra með því að „styrkja“ svo vel flokkana þ.e kaupa sig þannig inn að borðinu til að hafa áhrif og maka krókinn. Eftir alla gjörninga sem hafa fært þessum 10% meira en þeir ættu skilið er enn komið að sviðnu jörðinni, nú þarf að kreista þrælinn meira, skellum á aukasköttum við öll jarðgöng og látum almenning borga aftur allt sem ríkið þarf að sjá um í vegamálum, greiðum bifreiðagjöld, bensín og olíuskatt sem áttu að fara í samgöngur en var að stórum hluta nýtt í annað svo nú á að nota tolla til þeirra sömu vegabóta sem aðrar álögur áttu að sinna. Við, almenningur þurftum m.a. að greiða fyrir göng og veg fyrir stóriðju fyrir norðan, eigum svo að sjá um þennan veg og þjónusta án þess að nota hann nokkru sinni. Einu sinni sögðu menn að nú ætti að renna upp sú tíð að Geðheilbrigðismál yrðu tekin föstum tökum og stórefld þjónusta við þá sem hennar þyrftu með en hvar eru efndirnar? Ríkisstjórnin hefur verið duglega að setja mál í nefndir þar sem nú á sko að gera gangskör í að laga hlutina í lok kjörtímabilsins en þá verða menn bara ósammála með nefndarniðurstöður sem enda svo ofaní skúffu og ef þær kæmu nú fyrir þingið þá eru nokkrir sem samþykkja en aðrir sitja bara hjá, eru slíkar gungur að geta ekki sagt já eða nei. Ef þessi málefni og spilling verða ekki til þess að fólk mæti á Austurvöll til að krefjast breytinga þá veit ég ekki hvert þessi þjóð ætlar að stefna. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, kennari og nemi í þjóðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna. Heilbrigðisþjónusta, félagsleg þjónusta og almenn velferð borgara hefur setið á hakanum. Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft en margbrýtur þau lög með því að selja frá sér félagslegt húsnæði án þess að kaupa annað. Fólk fær heilbrigðisþjónustu eftir dúk og disk og þá algera lágmarksþjónustu. Fólk sem þarf á geðheilbrigðisþjónustu fær hana af skornum skammti og alls ekki eftir þörfum sbr. unga konan með búsetu í Reykjavík þarf að leita læknisþjónustu norður á Þórshöfn verandi í sjálfsvígshættu. Einstaklingar sem eru með mikinn og fjölkvilla geðrænan vanda fær endalaust lyf en ekki aðstoð við undirliggjandi vanda sem lyfin eru ekki að hjálpa til við, einstaklingur þurfti á dögunum að tala við lækni á vaktinni á sunnudagsmorgni sá benti honum á að finna leið á götunni til þess að láta sér líða betur, hvurslags læknisþjónusta er það? Ríkið gengur fremst í flokki þess að selja eigur þjóðarinnar og auðlindir hafsins sem hefðu svo vel getað staðið undir þeirri þjónustu sem skylt er með lögum að veita. Fólki er haldið í gíslingu í bið eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, langir biðlistar eftir læknisaðgerðum, börn bíða allt upp í 1-2 ár eftir greiningum og hjálp á geðsviði, fullorðnir bíða enn lengur nema það geti greitt sig framar í þjónustu en fullorðnir þurfa að greiða sjálft fyrir dýrar greiningar. Ríkið selur mjólkurkýr þjóðarinnar, bankana, til vina og vandamanna og finnst það bara allt í lagi. Lífeyrissjóðirnir gambla svo með lífeyri landsmanna í fjárfestingum til misgóðra verkefna eða blautra drauma sumra um stóriðju og það kemur svo niður á almenningi sem á sitt undir í lífeyrissjóðum þegar eftirlaunaaldri er náð en þá þarf e.t.v að skerða hann vegna óráðsíu þeirra sem sjóðunum stjórna. Hversu margir félagar í þessum sjóðum eru í stjórn þeirra? Eru það allt „fagfjárfestar“ og atvinnurekendur sem sitja þar við stjórn? Er markvisst unnið að því undir ráðríki Sjálfstæðisflokks að samþykkja að efla geðheilbrigðisþjónustu og aðra læknisþjónustu en án þess að setja það fé sem þarf í þennan málaflokk heldur bíða færis á að setja þjónustuna í einkarekstur, koma almenning í þá stöðu að tryggja sig fyrir heilbrigðisþjónustu líkt og gerist í USA svo einkaaðilar og tryggingafélög geti alveg örugglega kreist síðasta lífsdropann úr fólki. Það eru allir stjórnmálamenn undir í þessum hatti, þeir sem framkvæma svona gjörninga og þeir sem blaðra bara um hvað þetta sé hræðilegt og lýsa yfir áhyggjum en gera nákvæmlega ekkert. Núna ætlar fyrirtækið Vísir að selja Síldarvinnslunni/Samherja fyrirtækið, þetta eru tengdir aðilar sama hvernig þeir reyna að moka yfir flórinn og setja allt í kross út og suður svo almenningur „fatti ekki djókið“, alvöru stjórnmálamenn sem virkilega væru að vinna fyrir þjóðina myndu stöðva þennan gjörning. Þessi samþjöppun mun skilja eftir sviðna jörð sbr. útgerðina á Ísafirði með Gugguna gulu og á þessu þurfum við ekki á að halda á Suðurnesjum við höfum endalaust þurft að rífa upp atvinnu á svæðinu vegna vinnubragða ráðamanna og þessara 10% sem fara með auðlindir þjóðarinnar sem sinn sparigrís. Sameina ætti alla lífeyrissjóði í einn, fólk fengi greitt úr sjóðnum sinn lífeyri eftir þeim réttindum sem það hefur aflað sér óháð starfsvettvangi, við þurfum bara eina stjórn fyrir einn eftirlaunasjóð, mikill sparnaður og í stjórn á að skipa a.m.k að hluta fólk sem er á plani og á sitt undir að sjóðnum gangi vel en atvinnurekendur eiga ekki að vera þar til þess að hafa áhrif á hvernig sjóðurinn er ávaxtaður. Stjórnmálafólk ætti að hætta að gefa auðlindir þjóðarinnar og leyfa þessum 10% að stjórna afstöðu þeirra með því að „styrkja“ svo vel flokkana þ.e kaupa sig þannig inn að borðinu til að hafa áhrif og maka krókinn. Eftir alla gjörninga sem hafa fært þessum 10% meira en þeir ættu skilið er enn komið að sviðnu jörðinni, nú þarf að kreista þrælinn meira, skellum á aukasköttum við öll jarðgöng og látum almenning borga aftur allt sem ríkið þarf að sjá um í vegamálum, greiðum bifreiðagjöld, bensín og olíuskatt sem áttu að fara í samgöngur en var að stórum hluta nýtt í annað svo nú á að nota tolla til þeirra sömu vegabóta sem aðrar álögur áttu að sinna. Við, almenningur þurftum m.a. að greiða fyrir göng og veg fyrir stóriðju fyrir norðan, eigum svo að sjá um þennan veg og þjónusta án þess að nota hann nokkru sinni. Einu sinni sögðu menn að nú ætti að renna upp sú tíð að Geðheilbrigðismál yrðu tekin föstum tökum og stórefld þjónusta við þá sem hennar þyrftu með en hvar eru efndirnar? Ríkisstjórnin hefur verið duglega að setja mál í nefndir þar sem nú á sko að gera gangskör í að laga hlutina í lok kjörtímabilsins en þá verða menn bara ósammála með nefndarniðurstöður sem enda svo ofaní skúffu og ef þær kæmu nú fyrir þingið þá eru nokkrir sem samþykkja en aðrir sitja bara hjá, eru slíkar gungur að geta ekki sagt já eða nei. Ef þessi málefni og spilling verða ekki til þess að fólk mæti á Austurvöll til að krefjast breytinga þá veit ég ekki hvert þessi þjóð ætlar að stefna. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, kennari og nemi í þjóðfræði.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun