Konan, sem heitir Marina Ovsyannikova, gekk inn í beina útsendingu sjónvarpsins með mótmælendaskilti þar sem hún mótmælti innrásinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hennar hefur hún nú verið handtekin á ný en hann greinir frá handtökunni á Telegram aðgangi sínum.
„Marina hefur verið handtekin,“ skrifar lögmaðurinn. „Ég hef engar upplýsingar um það hvar hún er.“
Marina var handtekin strax í kjölfar mótmælanna en sleppt og hún sektuð. Nú hefur hún því verið handtekin öðru sinni.
Mótmæli Osyannikova falla undir lög um áróður og dreifingu falsfrétta í Rússlandi. Þeir sem gerast sekir um brot gegn lögunum geta átt von á þungri fangelsisrefsingu.