Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 13:46 Líkamsárásirnar áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52