Listaverkaspæjari segir frá því hvernig hann endurheimti blóð Krists Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 12:46 Þýfið verður afhent lögreglu í dag. Arthur Brand Mikil sorg greip um sig meðal kaþólikka þegar gullnum kistli sem er sagður innihalda tvo dropa af blóði Jesú Krists var stolið úr skrúðhúsinu í Fécamp-klausturkirkjunni í Normandy. Kistillinn er nú kominn aftur í leitirnar, eftir að þjófurinn setti sig í samband við hollenskan listaverkaspæjara. Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig. Frakkland Trúmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig.
Frakkland Trúmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira