Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 14:31 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. „Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira