Að vera hinsegin Hrafnkell Karlsson skrifar 11. júlí 2022 12:00 Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun