Gisting úti á Fjallsárlóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 08:29 Sem stendur er einungis einn húsbátur á lóninu en annar bætist við á næstunni. Fjallsárlón Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“ Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira