Gisting úti á Fjallsárlóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 08:29 Sem stendur er einungis einn húsbátur á lóninu en annar bætist við á næstunni. Fjallsárlón Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“ Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira