Gera má ráð fyrir því að langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist á næstu dögum og erfitt verði að fá bílastæði við flugvöllinn við brottför í júlímánuði nema að þau séu bókuð á netinu með fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði við flugvöllinn með góðum fyrirvara fyrir brottför til að tryggja sér stæði.
„Komi til þess að bílastæði verði fullnýtt eru farþegar, sem ekki eru með bókuð stæði, hvattir til að kanna notkun annarra samgöngumáta til að komast til og frá flugvellinum,“ segir í tilkynningu.
Nánari upplýsingar um samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli má finna hér.