Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júlí 2022 08:21 Sjúkraliðar bera lík konu sem var drepinn í loftárásum Rússa á íbúðahverfi í borginni Kharkiv. Eftir að Rússar náðu Sievieródonetsk hafa þeir beint sjónum sínum að Kharkív. AP/Evgeniy Maloletka Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. Haidai birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann greinir frá ástandinu í Sievieródonetsk. Þar segir hann að borgin sé á barmi mannúðarhörmunga. Það sé ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni og skolpveitur hafi einnig skemmst með þeim afleiðingum að skolp sé farið að safnast upp. Þá segir Haidai jafnframt að um 80 prósent af húsnæði í borginni hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Það fólk sem snúi aftur til borgarinnar vegna eigna sinna segir hann að komi æ oftar að tómum íbúðum af því Rússar séu byrjaðir að stela öllum heillegum húsgögnum sem þeir komist yfir. Hann segir að grunninnviðir borgarinnar séu nánast gjöreyðilagðir vegna stöðugra árása Rússa frá lokum febrúar og telur að Rússar muni ekki geta byggt borgina upp að nýju. Slíkt magn enduruppbyggingar tæki á friðartímum á bilinu sex mánuði upp í ár ef mannauður og efniviður væru til staðar en Rússar hafi hins vegar hvorugt, segir hann í færslunni. Talið er að það séu allt að 15 þúsund úkraínskra borgara enn í borginni þó þær tölur hafi ekki verið staðfestar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31 Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. 7. júlí 2022 19:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Haidai birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann greinir frá ástandinu í Sievieródonetsk. Þar segir hann að borgin sé á barmi mannúðarhörmunga. Það sé ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni og skolpveitur hafi einnig skemmst með þeim afleiðingum að skolp sé farið að safnast upp. Þá segir Haidai jafnframt að um 80 prósent af húsnæði í borginni hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Það fólk sem snúi aftur til borgarinnar vegna eigna sinna segir hann að komi æ oftar að tómum íbúðum af því Rússar séu byrjaðir að stela öllum heillegum húsgögnum sem þeir komist yfir. Hann segir að grunninnviðir borgarinnar séu nánast gjöreyðilagðir vegna stöðugra árása Rússa frá lokum febrúar og telur að Rússar muni ekki geta byggt borgina upp að nýju. Slíkt magn enduruppbyggingar tæki á friðartímum á bilinu sex mánuði upp í ár ef mannauður og efniviður væru til staðar en Rússar hafi hins vegar hvorugt, segir hann í færslunni. Talið er að það séu allt að 15 þúsund úkraínskra borgara enn í borginni þó þær tölur hafi ekki verið staðfestar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31 Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. 7. júlí 2022 19:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31
Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. 7. júlí 2022 19:21