Boris Johnson segir af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2022 11:32 Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á breska þinginu. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Boris tilkynnti afsögn sína í dag en fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokksins hefur sagt af sér síðustu daga, til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Boris Johnson, fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel Johnson, hóf feril sinn sem þingmaður Íhaldsflokksins árið 2001 í Henley-kjördæminu. Á þeim tíma var hann einnig ritstjóri tímaritsins The Spectator og lofaði Johnson að hann myndi hætta sem ritstjóri tímaritsins ef hann næði kjöri sem þingmaður. Hann hætti hins vegar ekki og ritstýrði tímaritinu allt til ársins 2005. Árið 2008 var Johnson kjörinn sem borgarstjóri Lundúnaborgar eftir að hafa fengið 53 prósent atkvæða gegn Ken Livingstone, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Boris var borgarstjóri til ársins 2016 en árið 2015 var hann kjörinn aftur inn á þing. Því var hann um tíma þingmaður og borgarstjóri Lundúna. Árið 2016 var Johnson skipaður utanríkisráðherra Bretlands af Theresu May sem þá var forsætisráðherra. May og Johnson voru ekki miklir vinir á þessum tíma og talið er að hún hafi skipað hann til að veikja stöðu hans innan flokksins. Hann sagði af sér sem ráðherra í júlí árið 2018. Vormánuðina árið 2019 tilkynnti Theresa May að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að hafa mistekist að semja um útgöngu úr Evrópusambandinu. Hann sigraði kosningarnar með 66 prósentum atkvæða gegn 34 prósentum Jeremy Hunt. Hann var því vígður sem forsætisráðherra 24. júlí árið 2019. Johnson leiddi flokkinn inn í þingkosningarnar í desember sama ár. Þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur og hlaut hreinan meirihluta á þinginu. Sigurinn var sá stærsti síðan flokkurinn var undir stjórn Margaret Thatcher árið 1987. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í umræðunni um hver taki við af Johnson sem forsætisráðherra. Suella Braverman, ríkissaksóknari hefur tilkynnt að hún vilji leiða flokkinn og er þingmaðurinn Steve Baker talinn líklegur til að bjóða sig einnig fram. Baker er mjög umdeildur meðal vinstri manna en hann er til dæmis ekki mikill aðdáandi umhverfisvænna breytinga. Ben Wallace,varnarmálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Penny Mordaunt, aðstoðarviðskiptaráðherra, eru einnig talin líkleg til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins.
Kosningar í Bretlandi Bretland Tengdar fréttir Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22