Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 7. júlí 2022 07:23 Alls hafa rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. AP/Hollie Adams Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira