Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 11:50 Úkraínskur hermaður skoðar rústir skóla sem Rússar sprengdu í loft upp á dögunum í árásum á úthverfi Kharkiv í norð austur hluta Úkraínu. AP/Andrii Marienko Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07
Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02