Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 23:43 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á í miklum vandræðum. AP/John Sibley Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18