Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 23:43 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á í miklum vandræðum. AP/John Sibley Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þá mun Johnson svara spurningum þingmanna á breska þinginu á morgun er búist við miklu fjaðrafoki þar. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun meðal annars taka til máls og þá gætu þeir Rishi Sunak og Sajid Javid einnig haldið ræður um afsagnir þeirra. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að Johnson viðurkenndi í viðtali hann hefði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Pincher var nýverið sakaður um að káfa á tveimur mönnum og Johnson viðurkenndi einnig að hafa vitað af öðrum ásökunum gegn Pincher frá því fyrir þremur árum síðan. Áður höfðu starfsmenn hans við Downingstræti 10 ítrekað haldið því fram að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher. Aðrir lægra settir ráðherrar og embættismenn sögðu einnig af sér í kvöld en hátt settir ráðherrar lýstu yfir stuðningi við Johnson. Í stað þeirra Sunak og Javid skipaði Johnson þá Nadhim Zahawi í embætti fjármálaráðherra og Steve Barclay í embætti heilbrigðisráðherra. Blaðamenn BBC segja hins vegar að margir ráðherrar séu enn óánægðir með stöðu mála í ríkisstjórninni og mögulegt sé að nokkrir lægra settir ráðherra muni einnig segja af sér á morgun. Afsögnunum sé mögulega ekki lokið. Þá segja nokkrir heimildarmenn Sky News í þinginu að ólíklegt sé að ríkisstjórnin standi til lengdar. Það megi þó aldrei vanmeta Boris Johnson. Einn sagði að Johnson gæti haldið út í nokkra mánuði. Í greiningu Guardian segir að Johnson sé þekktur fyrir mikla þrjósku og ólíklegt sé að hann muni segja af sér. Sífellt fleiri þingmenn Íhaldsflokksins séu þó þeirrar skoðunar að þeir muni hljóta afhroð í næstu þingkosningum undir stjórn hans. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu innan flokksins og samkvæmt reglum verður ekki hægt að leggja aðra fram fyrr en næsta sumar. Þeim reglum er þó hægt að breyta hvenær sem er.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Segir af sér eftir að hafa „gert sig að fífli“ á fylleríi Chris Pincher hefur sagt af sér sem varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins á breska þinginu eftir að tveir samflokksmenn kvörtuðu yfir hegðun hans á skemmtistað. 30. júní 2022 22:21
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18