Ekki hlusta á Lilju Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. júlí 2022 12:01 „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Kjaramál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun