Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 13:46 Mynd af vettvangi sýnir vopnaðan mann inni í Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. MAHDI AL WAZNI Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17