RÚV greindi fyrst frá nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp í kvöld en þar kemur einnig fram að hinir ríkisstjórnarflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur virðast nokkurn veginn halda í við fylgi sitt frá alþingiskosningum í september. Framsókn fengi 17,5 prósent ef kosið yrði í dag og Sjálfstæðisflokkur tæplega 23 prósent.
Af stjórnarandstöðuflokkum hafa Píratar bætt mestu fylgi við sig og mælast nú með 16,1 prósent en fengu 8,6 prósent í síðustu kosningum. Þá bætir Samfylkingin við sig um fjórum prósentum frá síðustu kosningum og mælist með 13,7 prósenta fylgi.
Flokkur fólksins tapar nokkru fylgi en mælist með 7 prósent atvkæða. Sömu sögu er að segja um Viðreisn sem mælist nú með 6,7 prósent.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 47,5 prósent en stuðningur við ríkisstjórnina 49 prósent.