Segja íbúa verjast af hörku en saka Rússa um að varpa fosfórsprengjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 20:41 Björgunarstarf hélt áfram í dag í bænum Serhiivka við hafnarborgina Odesa eftir að Rússar vörpuðu sprengjum meðal annars á fjölbýlishús. AP/Maxim Penko Úkraínskir hermenn berjast af hörku við rússneskar hersveitir í norðurhluta Úkraínu en ekkert lát er á árásum Rússa í austurhlutanum. Úkraínski herinn hefur meðal annars sakað Rússa um að varpa fosfór sprengjum á Snákaeyju. Talsmaður hersins segir Rússa óttast mótspyrnu heimamanna. Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira