Þarf að tryggja hlutleysi dómara með ofgreiddum launum? Eva Hauksdóttir skrifar 2. júlí 2022 14:01 Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eva Hauksdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun