Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 10:00 Viðbragðsteymi bráðaþjónustu sem var komið á fót 10. júní hefur þegar ráðist í aðgerðir. Vísir/Vilhelm Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum. Viðbragðsteymið var myndað 10. júní til að bregðast við ástandi á Landspítalanum. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi 14. júní síðastliðinn ásamt forstjóra Landspítala til að upplýsa starfsfólk og ræða stöðu mála. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að frá því að fundurinn var haldinn er búið er að ráða tvo erlenda sérfræðinga í bráðalækningum til starfa á bráðamóttökunni frá 1. júlí næstkomandi auk annarra úrræða sem voru kynnt sem nú þegar hafa raungerst. Þar á meðal eru ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga, úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir sjúkrahús á Kraganum, opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma og breytt þjónusta á Vífilsstöðum. Fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga Landspítali hefur komið á fót fjarþjónustu lyflækninga sem til að byrja með verður opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin alla virka daga. Þar starfa hjúkrunarfræðingar og læknar sem taka við símtölum frá tilvísandi læknum á Læknavakt, heilsugæslum, öldrunarstofnunum og sjúkraflutningafólki. Markmiðið fjarþjónustunnar er að meta hvaða farvegur henti einstaklingum best og veita ráðgjöf. Talið er að þetta fyrirkomulag geti fækkað komum sjúklinga á bráðamóttökuna um 10 til 15 prósent. Úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir ,,kragasjúkrahúsin“ Landspítali hefur tekið að sér að lesa úr myndrannsóknum og greina eftir þörfum blóðsýni fyrir sjúkrasvið heilbrigðisstofnananna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi í sumar þegar þess gerist þörf utan dagvinnutíma til að efla þjónustu þessara heilbrigðisstofnanna. Með þessum aðgerðum dregur úr þörf fyrir flutning sjúklinga á bráðamóttöku Landspítala frá nærliggjandi sjúkrahúsum. Opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma Þann 1. september opnar sérhæfð endurhæfingarþjónusta fyrir aldraða á vegum Sóltúns öldrunarþjónustu ehf. í Sólvangi í Hafnarfirði. Samningur liggur fyrir um þjónustuna milli Sóltúns og Sjúkratrygginga Íslands. Þar geta 39 einstaklingar dvalið til skamms tíma til endurhæfingar. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita að minnsta kosti 400 einstaklingum þessa þjónustu. Nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður opnað í byrjun september og verða þar 40 rými ætluð einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu. Um svipað leyti verða opnuð 20 ný endurhæfingarrými við hjúkrunarheimilið Eir til viðbótar við þau 5 sem þar hafa þegar verið opnuð. Breytt þjónusta á Vífilsstöðum Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila til að sinna þjónustu fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Annars vegar verða þar skammtímainnlagnir til að veita einfaldari meðferð sem ekki er hægt að sinna í heimahúsi en krefst ekki spítalainnlagnar. Um er að ræða legudeild fyrir aldraða sem þurfa á heilbrigðisþjónustu eða aukinni umönnun að halda tímabundið t.d. vegna breytinga á líðan eða félagslegum aðstæðum. Markmiðið er að viðkomandi geti útskrifast heim aftur innan tveggja vikna. Hins vegar verður á Vífilsstöðum boðið upp á líknarþjónustu við aldraða einstaklinga sem geta ekki dvalist heima í lokaskeiði lífsins. Gert er ráð fyrir að Velferðarsvið Reykjavíkur, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Landspítali geti vísað fólki í innlögn á Vífilsstöðum. Markmiðið verður því að Vífilsstaðir verði markviss þjónusta fyrir aldraða sem öflugur bakhjarl fyrir heimahjúkrun og heimahlynningu og millistig milli þess og Landspítala. Vonast er til að reksturinn muni sem best styðja við þjónustu aldraðra einstaklinga í heimahúsi og á sama tíma létta á innlagnarþunga á Landspítalanum. Stefnt er að því að þróa þjónustuna í samvinnu við nýjan rekstraraðila, heimahjúkrun, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Landspítala. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Viðbragðsteymið var myndað 10. júní til að bregðast við ástandi á Landspítalanum. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi 14. júní síðastliðinn ásamt forstjóra Landspítala til að upplýsa starfsfólk og ræða stöðu mála. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að frá því að fundurinn var haldinn er búið er að ráða tvo erlenda sérfræðinga í bráðalækningum til starfa á bráðamóttökunni frá 1. júlí næstkomandi auk annarra úrræða sem voru kynnt sem nú þegar hafa raungerst. Þar á meðal eru ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga, úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir sjúkrahús á Kraganum, opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma og breytt þjónusta á Vífilsstöðum. Fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga Landspítali hefur komið á fót fjarþjónustu lyflækninga sem til að byrja með verður opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin alla virka daga. Þar starfa hjúkrunarfræðingar og læknar sem taka við símtölum frá tilvísandi læknum á Læknavakt, heilsugæslum, öldrunarstofnunum og sjúkraflutningafólki. Markmiðið fjarþjónustunnar er að meta hvaða farvegur henti einstaklingum best og veita ráðgjöf. Talið er að þetta fyrirkomulag geti fækkað komum sjúklinga á bráðamóttökuna um 10 til 15 prósent. Úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir ,,kragasjúkrahúsin“ Landspítali hefur tekið að sér að lesa úr myndrannsóknum og greina eftir þörfum blóðsýni fyrir sjúkrasvið heilbrigðisstofnananna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi í sumar þegar þess gerist þörf utan dagvinnutíma til að efla þjónustu þessara heilbrigðisstofnanna. Með þessum aðgerðum dregur úr þörf fyrir flutning sjúklinga á bráðamóttöku Landspítala frá nærliggjandi sjúkrahúsum. Opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma Þann 1. september opnar sérhæfð endurhæfingarþjónusta fyrir aldraða á vegum Sóltúns öldrunarþjónustu ehf. í Sólvangi í Hafnarfirði. Samningur liggur fyrir um þjónustuna milli Sóltúns og Sjúkratrygginga Íslands. Þar geta 39 einstaklingar dvalið til skamms tíma til endurhæfingar. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita að minnsta kosti 400 einstaklingum þessa þjónustu. Nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður opnað í byrjun september og verða þar 40 rými ætluð einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu. Um svipað leyti verða opnuð 20 ný endurhæfingarrými við hjúkrunarheimilið Eir til viðbótar við þau 5 sem þar hafa þegar verið opnuð. Breytt þjónusta á Vífilsstöðum Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila til að sinna þjónustu fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Annars vegar verða þar skammtímainnlagnir til að veita einfaldari meðferð sem ekki er hægt að sinna í heimahúsi en krefst ekki spítalainnlagnar. Um er að ræða legudeild fyrir aldraða sem þurfa á heilbrigðisþjónustu eða aukinni umönnun að halda tímabundið t.d. vegna breytinga á líðan eða félagslegum aðstæðum. Markmiðið er að viðkomandi geti útskrifast heim aftur innan tveggja vikna. Hins vegar verður á Vífilsstöðum boðið upp á líknarþjónustu við aldraða einstaklinga sem geta ekki dvalist heima í lokaskeiði lífsins. Gert er ráð fyrir að Velferðarsvið Reykjavíkur, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Landspítali geti vísað fólki í innlögn á Vífilsstöðum. Markmiðið verður því að Vífilsstaðir verði markviss þjónusta fyrir aldraða sem öflugur bakhjarl fyrir heimahjúkrun og heimahlynningu og millistig milli þess og Landspítala. Vonast er til að reksturinn muni sem best styðja við þjónustu aldraðra einstaklinga í heimahúsi og á sama tíma létta á innlagnarþunga á Landspítalanum. Stefnt er að því að þróa þjónustuna í samvinnu við nýjan rekstraraðila, heimahjúkrun, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Landspítala.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent