Verðbólga af mannavöldum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2022 20:31 Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Miðflokkurinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar