Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 12:40 Paolo Macchiarini á blaðamannafundi um meinta vel heppnaða barkaígræðslu árið 2010. AP/Lorenzo Galassi Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019. Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019.
Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11
Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24
Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30