Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 21:30 Þeir Andri Þór og Steinn sjá um Malbygg brugghús á Skútuvogi. vísir/ívar Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. Nýju lögin kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann út úr húsi. Það mega brugghús sem framleiða minna en 100 þúsund lítra af sterku áfengi einnig gera. Þetta átti að taka gildi þann 1. júlí, næsta föstudag. Til að fá leyfi fyrir þessu verða brugghúsin þó að sækja um það sérstaklega hjá sýslumanni. Eins og greint var frá í dag er slíkt umsóknareyðublað enn ekki tilbúið og því hefur ekki verið hægt að sækja um enn. Ferlið getur svo tekið þrjár vikur eða meira en sýslumaður þarf að fá umsagnir frá sveitarfélaginu sem brugghúsið er í, sem verður ofan á það að fá umsagnir ýmissa eftirlitsaðila á borð við slökkvilið og heilbrigðiseftirlit. Túristarnir aðalmálið Bruggarar sjá fæstir fram á að geta byrjað að selja áfengi út úr húsi strax á föstudag. Þetta verður kannski ekki svona stór dagur 1. júlí eins og allir voru að gera ráð fyrir? „Nei, það er kannski ólíklegt. Líklega ekki en ég held samt að þessi dagsetning verði alltaf í minnum höfð,“ segir Steinn Stefánsson, markaðsstjóri Malbyggs brugghúss. Andri Þór Kjartansson, forstjóri Malbyggs, efast um hægt verði að flýta þessu ferli fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki búið að því. Allavega ekki miðað við það sem ég hef heyrt um að það verði hugsanlega komið umsóknareyðublað fyrst á föstudaginn,“ segir Andri. Brugghúsið er þó gríðarlega ánægt með breytinguna sem slíka. „Sérstaklega upp á túristana sem eru að koma í heimsókn og vilja taka með sér heim,“ segir Andri. Þeir sem framleiða viskí eru þolinmóðir að eðlisfari Þessu finna flest brugghúsin fyrir og ástæðan fyrir því að lögin áttu að taka gildi nú strax í byrjun júlí var einmitt sú að þingmönnum þótti æskilegt að brugghúsin myndu ná túristunum á þessu ferðamannasumri og selt þeim bjór. „Það væri gaman að fá þetta í gang strax um sumarið. Það er mikið af túristum að koma til okkar. Við fáum hérna fimm þúsund gesti á hverju sumri í viskísmökkun og það væri mjög gaman að geta boðið þeim að versla líka hjá okkur viskí,“ segir Haraldur Þorkelsson, eigandi Eimverks, sem framleiðir viskí, gin og brennivín. Haraldur framleiðir íslenskt viskí, brennivín og gin. Hann er að vonum sáttur með nýju lögin.vísir/ívar Hann segist þó ekki vongóður um að geta hafið sölu strax á föstudag. „Auðvitað væri skemmtilegt ef það væri bara hægt að fara af stað núna á föstudaginn en það er ekki víst að það verði. En við sem erum í viskíinu erum mjög þolinmóð. Það tekur tólf ár að gera tólf ára viskí og þó að þetta taki einhverjar vikur í viðbót þá verður það bara að hafa sig,“ segir Haraldur. Ekki hræddur við sveitarfélögin Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Bruggstofunnar vonar að sveitarfélögin reynist ekki steinn í götu brugghúsanna en veiti þau sýslumanni neikvæða umsögn um brugghúsin fá þau ekki umrætt leyfi til að selja út úr húsi. „Ég vona ekki. Það eru lítil brugghús úti á landi í brothættum byggðum og ég hef ekki heyrt annað en að sveitarfélögin þar taki vel í þetta. Ég veit svo sem ekki um afstöðu hérna í Reykjavík en ég á nú ekki von á að það verði mikil mótstaða þar,“ segir Sigurður. Sigurður vonar að hægt verði að flýta fyrir leyfisveitingunum.vísir/ívar Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa sagði í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í dag að hún óttaðist að brugghús gætu ekki hafið söluna fyrr en 1. ágúst eða jafnvel 1. september. Sigurður vonar að hann þurfi ekki að bíða svo lengi: „Við skulum vona að þetta taki ekki það langan tíma og þeir finni einhverja lausn á þessu vandamáli.“ Þorir ekki að lofa neinu Og þetta vonar sjálfur dómsmálaráðherra einnig. Hann segist hafa sett sig í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að flýta fyrir málunum. Hann á svo sjálfur eftir að birta reglugerð um hvernig sölunni verði háttað, til dæmis verður þar væntanlega ákvæði um það magn sem brugghúsin mega selja út úr húsi í einu. „Ég geri ráð fyrir að hún verði tilbúni á morgun. Og við höfum sett okkur í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að hraða sinni málsmeðferð eins og hægt er. Þangað þarf að sækja um viðkomandi leyfi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón vonar að sveitarfélögin sýni málinu skilning og verði fljót að afgreiða umsagnir sínar.vísir/ívar „Vilji löggjafans og minn er alveg skýr. Við vildum að þetta gæti hafist strax 1. júlí. Ef að þetta getur gengið hratt og vel fyrir sig eins og maður sér alveg möguleikann á allavega í þessum fámennari sveitarfélögum þar sem mörg af þessum litlu brugghúsum eru, þá ætti þetta jafnvel að geta hafist fyrir helgi. En ég veit það ekki ég þori ekki að fullyrða um það.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nýju lögin kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann út úr húsi. Það mega brugghús sem framleiða minna en 100 þúsund lítra af sterku áfengi einnig gera. Þetta átti að taka gildi þann 1. júlí, næsta föstudag. Til að fá leyfi fyrir þessu verða brugghúsin þó að sækja um það sérstaklega hjá sýslumanni. Eins og greint var frá í dag er slíkt umsóknareyðublað enn ekki tilbúið og því hefur ekki verið hægt að sækja um enn. Ferlið getur svo tekið þrjár vikur eða meira en sýslumaður þarf að fá umsagnir frá sveitarfélaginu sem brugghúsið er í, sem verður ofan á það að fá umsagnir ýmissa eftirlitsaðila á borð við slökkvilið og heilbrigðiseftirlit. Túristarnir aðalmálið Bruggarar sjá fæstir fram á að geta byrjað að selja áfengi út úr húsi strax á föstudag. Þetta verður kannski ekki svona stór dagur 1. júlí eins og allir voru að gera ráð fyrir? „Nei, það er kannski ólíklegt. Líklega ekki en ég held samt að þessi dagsetning verði alltaf í minnum höfð,“ segir Steinn Stefánsson, markaðsstjóri Malbyggs brugghúss. Andri Þór Kjartansson, forstjóri Malbyggs, efast um hægt verði að flýta þessu ferli fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki búið að því. Allavega ekki miðað við það sem ég hef heyrt um að það verði hugsanlega komið umsóknareyðublað fyrst á föstudaginn,“ segir Andri. Brugghúsið er þó gríðarlega ánægt með breytinguna sem slíka. „Sérstaklega upp á túristana sem eru að koma í heimsókn og vilja taka með sér heim,“ segir Andri. Þeir sem framleiða viskí eru þolinmóðir að eðlisfari Þessu finna flest brugghúsin fyrir og ástæðan fyrir því að lögin áttu að taka gildi nú strax í byrjun júlí var einmitt sú að þingmönnum þótti æskilegt að brugghúsin myndu ná túristunum á þessu ferðamannasumri og selt þeim bjór. „Það væri gaman að fá þetta í gang strax um sumarið. Það er mikið af túristum að koma til okkar. Við fáum hérna fimm þúsund gesti á hverju sumri í viskísmökkun og það væri mjög gaman að geta boðið þeim að versla líka hjá okkur viskí,“ segir Haraldur Þorkelsson, eigandi Eimverks, sem framleiðir viskí, gin og brennivín. Haraldur framleiðir íslenskt viskí, brennivín og gin. Hann er að vonum sáttur með nýju lögin.vísir/ívar Hann segist þó ekki vongóður um að geta hafið sölu strax á föstudag. „Auðvitað væri skemmtilegt ef það væri bara hægt að fara af stað núna á föstudaginn en það er ekki víst að það verði. En við sem erum í viskíinu erum mjög þolinmóð. Það tekur tólf ár að gera tólf ára viskí og þó að þetta taki einhverjar vikur í viðbót þá verður það bara að hafa sig,“ segir Haraldur. Ekki hræddur við sveitarfélögin Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Bruggstofunnar vonar að sveitarfélögin reynist ekki steinn í götu brugghúsanna en veiti þau sýslumanni neikvæða umsögn um brugghúsin fá þau ekki umrætt leyfi til að selja út úr húsi. „Ég vona ekki. Það eru lítil brugghús úti á landi í brothættum byggðum og ég hef ekki heyrt annað en að sveitarfélögin þar taki vel í þetta. Ég veit svo sem ekki um afstöðu hérna í Reykjavík en ég á nú ekki von á að það verði mikil mótstaða þar,“ segir Sigurður. Sigurður vonar að hægt verði að flýta fyrir leyfisveitingunum.vísir/ívar Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa sagði í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í dag að hún óttaðist að brugghús gætu ekki hafið söluna fyrr en 1. ágúst eða jafnvel 1. september. Sigurður vonar að hann þurfi ekki að bíða svo lengi: „Við skulum vona að þetta taki ekki það langan tíma og þeir finni einhverja lausn á þessu vandamáli.“ Þorir ekki að lofa neinu Og þetta vonar sjálfur dómsmálaráðherra einnig. Hann segist hafa sett sig í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að flýta fyrir málunum. Hann á svo sjálfur eftir að birta reglugerð um hvernig sölunni verði háttað, til dæmis verður þar væntanlega ákvæði um það magn sem brugghúsin mega selja út úr húsi í einu. „Ég geri ráð fyrir að hún verði tilbúni á morgun. Og við höfum sett okkur í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að hraða sinni málsmeðferð eins og hægt er. Þangað þarf að sækja um viðkomandi leyfi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón vonar að sveitarfélögin sýni málinu skilning og verði fljót að afgreiða umsagnir sínar.vísir/ívar „Vilji löggjafans og minn er alveg skýr. Við vildum að þetta gæti hafist strax 1. júlí. Ef að þetta getur gengið hratt og vel fyrir sig eins og maður sér alveg möguleikann á allavega í þessum fámennari sveitarfélögum þar sem mörg af þessum litlu brugghúsum eru, þá ætti þetta jafnvel að geta hafist fyrir helgi. En ég veit það ekki ég þori ekki að fullyrða um það.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01