Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 17:01 Bjarki Már Elísson spilar í Meistaradeild Evrópu með Veszprém eins og búast mátti við. EPA-EFE/Tibor Illyes Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira