„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 13:37 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands „Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í dag. Í dag brautskráir Háskóli Íslands í tveimur athöfnum sökum alls þess fjölda sem brautskráður verður í dag. Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hófst klukkan 10 í morgun, fengu kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín. Samtals brautskrást 653 frá Félagsvísindasviði og 311 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á seinni athöfninni, sem hefst kl. 13.30, brautskrást kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði. Þar brautskrást 578 frá Heilbrigðisvísindasviði, 279 frá Hugvísindasviði og 773 frá Menntavísindasviði. Jón Atli hóf ræðu sína á máli málanna undanfarin misseri, heimsfaraldri Covid-19, en í dag er fyrsta brautskráning Háskóla Íslands í tvö ár sem vinum og vandamönnum kandídata var boðið að sækja. „Eftir langa baráttu við skæðan heimsfaraldur er skólastarfið og samfélagið allt nú loks að færast aftur í eðlilegt horf. Því er einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur öll, bæði kandídata og gesti, samankomin hér í dag til að fagna,“ sagði Jón Atli. Innrásin í Úkraínu sýni hversu lítill heimurinn er „Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Við Íslendingar erum friðelskandi þjóð,“ sagði rektor og las hluta ættjarðarljóðs skáldkonunnar Huldu. Hann vonast til þess að kandídötum auðnist að nýta menntun sína til góðra verka svo hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þeir láta til sín taka á komandi árum. „Þótt við Íslendingar séum vissulega sjálfstæð þjóð mynda allar þjóðir heimsins saman eitt mannkyn. Engin þjóð stendur því ein, við verðum að vinna saman sem heild,“ segir Jón Atli. Hann sagði að sú friðsæla þjóð sem í kvæði Huldu er „svo langt frá heimsins vígaslóð“, sé ekki á hjara veraldar. „Til Kænugarðs í Úkraínu eru á fjögur þúsund kílómetrar sem samsvarar því að fara hringveginn um Ísland hartnær þrívegis. Heimurinn hefur skroppið saman og vígaslóðin hefur teygt sig inn í hjarta Evrópu,“ sagði Jón Atli. Þá sagði hann að Íslendingar hafi verið einhuga um að styðja við flóttafólk sem flosnað hefur upp frá heimahögunum sökum óréttlætanlegrar innrásar nágrannaríkis. Háskóli Íslands hafi lagt sitt af mörkum til að létta byrðar stríðshrjáðs flóttafólks, með húsnæði, stuðningi við háskólanema frá Úkraínu og samstarfsskóla hans, Kharazin þjóðarháskólann í Kharkiv. Ræðu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, má lesa í heild sinni hér að neðan: Fyrrverandi rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar, starfsfólk Háskóla Íslands, kandídatar, góðir gestir nær og fjær. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til vorbrautskráningar Háskóla Íslands. Að þessu sinni markar árleg uppskeruhátíð okkar langþráð tímamót. Eftir langa baráttu við skæðan heimsfaraldur er skólastarfið og samfélagið allt nú loks að færast aftur í eðlilegt horf. Því er einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur öll, bæði kandídata og gesti, samankomin hér í dag til að fagna. Kæru kandídatar, fyrir hönd Háskóla Íslands óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar innilega til hamingju með daginn. Það er mikið gleðiefni að ávarpa ykkur á þessari hátíðarstundu í lífi ykkar. Þrátt fyrir aðskilnaðinn, fjarvinnuna og fjarnámið á undanförnum misserum hefur okkur tekist að vinna saman, læra saman og þroskast saman. Og nú uppskerum við og fögnum saman. Við köstum líka mæðinni eftir langa og stranga vinnutörn, njótum sumarsins og söfnum kröftum. Þið settuð markið hátt, kæru kandídatar, og hafið nú náð eftirtektarverðum árangri sem Háskólinn staðfestir með prófskírteinum þeim sem þið takið við hér á eftir. Dagurinn í dag markar tímamót í lífi ykkar allra. Hann opnar ykkur ný tækifæri, færir ykkur aðgang að fjölbreytilegum störfum, dýpkar skilning ykkar á heiminum og margbreytileika mannlífsins og er um leið grunnur að áframhaldandi námi og þroskagöngu sem lýkur ekki á meðan við lifum. Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Við Íslendingar erum friðelskandi þjóð. Í einu fegursta ættjarðarljóði sem við eigum tengir skáldkonan Hulda, sem fæddist árið 1881, saman friðsæld, frelsi og farsæld. Hún spyr: Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum. Þótt við Íslendingar séum vissulega sjálfstæð þjóð mynda allar þjóðir heimsins saman eitt mannkyn. Engin þjóð stendur því ein, við verðum að vinna saman sem heild. Sú friðsæla þjóð, sem í kvæði Huldu er „svo langt frá heimsins vígaslóð“, er ekki á hjara veraldar. Til Kænugarðs í Úkraínu eru á 4 þúsund kílómetrar sem samsvarar því að fara hringveginn um Ísland hartnær þrívegis. Heimurinn hefur skroppið saman og vígaslóðin hefur teygt sig inn í hjarta Evrópu. Íslendingar hafa verið einhuga um að styðja við flóttafólk sem flosnað hefur upp frá heimahögunum sökum óréttlætanlegrar innrásar nágrannaríkis. Háskóli Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að létta byrðar stríðshrjáðs flóttafólks, með húsnæði, stuðningi við háskólanema frá Úkraínu og samstarfsskóla okkar, Kharazin þjóðarháskólann í Kharkiv. Afleiðingar stríðsins í Úkraínu hafa þannig minnt okkur á hve lítill heimur okkar er þrátt fyrir allt. Við sem deilum þessum hnetti erum í reynd ein stór fjölskylda svo mjög sem örlög okkar eru tvinnuð saman á ótal vegu. Við þurfum að huga að hinu alþjóðlega samhengi á öllum sviðum atvinnuog þjóðlífs á Íslandi, um leið og við ræktum menningararfleifð okkar. Hér hefur Háskóli Íslands tekið að sér forystuhlutverk. Skólinn hefur frá upphafi haft þá köllun að hleypa alþjóðlegri þekkingu og vísindum inn í okkar litla samfélag og rækta um leið eigin garð. Árangur þeirrar viðleitni blasir nú hvarvetna við. Hann birtist m.a. í framsæknum alþjóðlegum líftæknifyrirtækjum, framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, öflugu lista- og menningarlífi, háþróuðum matvælaiðnaði og fjölbreyttu og faglegu skólakerfi. Á þessum sviðum, og ótal fleirum, felast þrotlaus tækifæri fyrir vel menntað fólk í blóma lífsins. Við leggjum höfuðáherslu á að alþjóðlega viðurkennd viðmið séu lögð til grundvallar í öllu okkar starfi. Í stefnu Háskóla íslands til 2026, sem við í daglegu tali köllum HÍ26, eru þessar áherslur um opinn og alþjóðlegan háskóla ítrekaðar og festar í sessi. Þær munu stuðla að áframhaldandi farsæld íslensks samfélags og tryggja að prófgráður ykkar haldi ætíð gildi sínu á alþjóðlegum vettvangi. Kæru kandídatar, sem alþjóðlegur, alhliða rannsóknaháskóli er Háskóli Íslands reiðubúinn að axla ábyrgð í heimi sem er í senn undursamlegur og viðsjárverður. Við verðum hvert og eitt að finna leiðir til að njóta lífsins og gleðjast, en við megum aldrei líta undan andspænis hnattrænum áskorunum. Í stefnu og starfi okkar leggjum við áherslu á að mæta heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Háskólinn á líka í virku samstarfi við evrópskra háskóla innan Aurora-háskólanetsins í sama tilgangi. Það samstarf mun á komandi misserum skila sér í auknum tækifærum íslenskra háskólanema til að taka hluta af námi sínu við erlenda skóla, svo náin munu tengslin milli háskólanna verða, ekki síst fyrir tilstilli upplýsingatækninnar. Kæru kandídatar, þótt síðastliðin misseri hafi sannarlega verið krefjandi hafa þau einnig fært okkur nýja reynslu og nýja þekkingu á mörgum sviðum. Á grunni þeirrar þekkingar byggjum við m.a. þróun nýrra lausna og lyfja við veirusjúkdómum. Margt sem hafði gerst í þróun Háskólans í aðdraganda heimsfaraldurs gerði okkur betur kleift að takast á við þann flókna vanda sem honum fylgdi í öllu starfi okkar. Við höfðum stóreflt stafræna kennsluhætti og aðstöðu til að taka upp fyrirlestra við skólann. Í þeim efnum höfðum við náið og gott samstarf við ykkur, nemendur skólans. Við leitum líka allra leiða til að tryggja fjölbreytni nemendahópsins svo hann endurspegli samfélag okkar á hverjum tíma. Við viljum vinna gegn jaðarsetningu og stéttarskiptingu og veita öllum, sem það kjósa og hafa tilskilinn undirbúning, tækifæri til að nema við Háskóla Íslands. Við viljum mæta væntingum nýrra nemendahópa sem gera sífellt ríkari kröfur um sveigjanlegt námsframboð, fjölbreytt námsumhverfi og markvissa notkun upplýsingatækni í kennslu. Við erum staðráðin í að grípa þau tækifæri sem nú eru innan seilingar, enda höfum við á undanförnum misserum lagt í miklar fjárfestingar í kennslubúnaði og -tækni og aflað okkur dýrmætrar reynslu. En allt nám og öll kennsla byggist á mannlegum samskiptum. Og án náinnar samvinnu þrífst ekki heldur neitt rannsóknarstarf. Því var mikið ánægjuefni þegar nemendur og kennarar streymdu aftur á háskólalóðina á þessu vormisseri og líf færðist að nýju í byggingar skólans. Og við skulum nú nota tækifærið og strengja þess heit að gera samfélag okkar betra og gróskumeira en nokkru sinni fyrr. Í því samhengi skiptir aðstaða til kennslu, rannsókna og félagslífs höfuðmáli. Og við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þegar horft er yfir háskólasvæðið. Raunar má segja að nú standi yfir eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Háskóla Íslands. Við lok síðasta árs bárust þau ánægjulegu tíðindi að Háskólinn hefði ásamt Félagsstofnun stúdenta fengið til yfirráða bygginguna Sögu sem áður hýsti samnefnt hótel, en mun í framtíðinni hýsa Menntavísindasvið, stúdentagarða og fjölbreytta aðra starfsemi. Vil ég nota tækifærið og þakka ríkisstjórn og Alþingi fyrir að þessi kaup urðu að veruleika. Þetta mikla hús í hjarta háskólasvæðisins, opnar ótal tækifæri til að þróa háskólastarfið og styrkja tengsl milli fræðasviða og við samfélag og atvinnulíf. Stefnt er að því að taka Sögu að fullu í notkun á þarnæsta ári eftir viðamikla endurnýjun og umbætur. Með fyrirhuguðum flutningi Menntavísindasviðs í Sögu gerum við góðan háskóla enn betri. Það er okkur kappsmál að efla menntun alls fagfólks í framhalds-, grunn- og leikskólum landsins, en þannig leggjum við grunn að blómlegu skólastarfi á Íslandi og tryggjum hagsmuni Háskóla Íslands og samfélagsins alls til langs tíma litið. Og það er margt fleira í deiglunni. Hafin er lokahönnun nýs húss fyrir heilbrigðisvísindi við Háskóla Íslands á lóð nýja Landspítalans. Með því að sameina heilbrigðisvísindi undir einu þaki gefst einstakt tækifæri til að efla faglegt samstarf og nýsköpun. Á sama tíma mun þetta verða til að auka enn frekar samstarf við Landspítalann sem stundum er kallaður ‚stærsta kennslustofa‘ Háskóla Íslands. Hús íslenskunnar við Suðurgötu er nú einnig að taka á sig lokamynd og verður tekið í notkun á næsta ári. Þar verður m.a. aðsetur íslenskunnar í Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þá eru Vísindagarðar nú óðum að rísa í Vatnsmýrinni og þar er suðupottur margvíslegrar frumkvöðlastarfsemi. Þetta mun allt stórefla aðstöðu til náms og starfs í Háskóla Íslands á komandi misserum. Eflaust eiga sum ykkar, kæru kandídatar, eftir að hasla ykkur völl í framtíðinni innan okkar ört stækkandi háskólasamfélags. Önnur munu leita á nýjar slóðir. Mestu skiptir þó að þið finnið ykkur störf sem þið brennið fyrir og hafið unun af að leysa af hendi; verkefni sem þið vinnið af einskærri ástríðu. Í því felst hamingja. En hvert sem ævivegurinn liggur vona ég að þið munið ætíð hugsa með hlýhug og þakklæti til háskólaáranna. Ég hvet ykkur, kæru kandídatar, til að vera hugrökk, halda áfram að setja markið hátt, að þið leyfið ykkur að næra stóra drauma og fóstra miklar hugsjónir. En svo mikilvægir sem draumarnir eru, þá eru verkin ennþá brýnni. Ég leyfi mér að lokum að gera hvatningu skáldkonunnar Huldu að minni: Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í. Kæru kandídatar, megi draumar ykkar rætast í verkum ykkar, ykkur sjálfum og samfélaginu öllu til blessunar. Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Í dag brautskráir Háskóli Íslands í tveimur athöfnum sökum alls þess fjölda sem brautskráður verður í dag. Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hófst klukkan 10 í morgun, fengu kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín. Samtals brautskrást 653 frá Félagsvísindasviði og 311 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á seinni athöfninni, sem hefst kl. 13.30, brautskrást kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði. Þar brautskrást 578 frá Heilbrigðisvísindasviði, 279 frá Hugvísindasviði og 773 frá Menntavísindasviði. Jón Atli hóf ræðu sína á máli málanna undanfarin misseri, heimsfaraldri Covid-19, en í dag er fyrsta brautskráning Háskóla Íslands í tvö ár sem vinum og vandamönnum kandídata var boðið að sækja. „Eftir langa baráttu við skæðan heimsfaraldur er skólastarfið og samfélagið allt nú loks að færast aftur í eðlilegt horf. Því er einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur öll, bæði kandídata og gesti, samankomin hér í dag til að fagna,“ sagði Jón Atli. Innrásin í Úkraínu sýni hversu lítill heimurinn er „Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Við Íslendingar erum friðelskandi þjóð,“ sagði rektor og las hluta ættjarðarljóðs skáldkonunnar Huldu. Hann vonast til þess að kandídötum auðnist að nýta menntun sína til góðra verka svo hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þeir láta til sín taka á komandi árum. „Þótt við Íslendingar séum vissulega sjálfstæð þjóð mynda allar þjóðir heimsins saman eitt mannkyn. Engin þjóð stendur því ein, við verðum að vinna saman sem heild,“ segir Jón Atli. Hann sagði að sú friðsæla þjóð sem í kvæði Huldu er „svo langt frá heimsins vígaslóð“, sé ekki á hjara veraldar. „Til Kænugarðs í Úkraínu eru á fjögur þúsund kílómetrar sem samsvarar því að fara hringveginn um Ísland hartnær þrívegis. Heimurinn hefur skroppið saman og vígaslóðin hefur teygt sig inn í hjarta Evrópu,“ sagði Jón Atli. Þá sagði hann að Íslendingar hafi verið einhuga um að styðja við flóttafólk sem flosnað hefur upp frá heimahögunum sökum óréttlætanlegrar innrásar nágrannaríkis. Háskóli Íslands hafi lagt sitt af mörkum til að létta byrðar stríðshrjáðs flóttafólks, með húsnæði, stuðningi við háskólanema frá Úkraínu og samstarfsskóla hans, Kharazin þjóðarháskólann í Kharkiv. Ræðu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, má lesa í heild sinni hér að neðan: Fyrrverandi rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar, starfsfólk Háskóla Íslands, kandídatar, góðir gestir nær og fjær. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til vorbrautskráningar Háskóla Íslands. Að þessu sinni markar árleg uppskeruhátíð okkar langþráð tímamót. Eftir langa baráttu við skæðan heimsfaraldur er skólastarfið og samfélagið allt nú loks að færast aftur í eðlilegt horf. Því er einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur öll, bæði kandídata og gesti, samankomin hér í dag til að fagna. Kæru kandídatar, fyrir hönd Háskóla Íslands óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar innilega til hamingju með daginn. Það er mikið gleðiefni að ávarpa ykkur á þessari hátíðarstundu í lífi ykkar. Þrátt fyrir aðskilnaðinn, fjarvinnuna og fjarnámið á undanförnum misserum hefur okkur tekist að vinna saman, læra saman og þroskast saman. Og nú uppskerum við og fögnum saman. Við köstum líka mæðinni eftir langa og stranga vinnutörn, njótum sumarsins og söfnum kröftum. Þið settuð markið hátt, kæru kandídatar, og hafið nú náð eftirtektarverðum árangri sem Háskólinn staðfestir með prófskírteinum þeim sem þið takið við hér á eftir. Dagurinn í dag markar tímamót í lífi ykkar allra. Hann opnar ykkur ný tækifæri, færir ykkur aðgang að fjölbreytilegum störfum, dýpkar skilning ykkar á heiminum og margbreytileika mannlífsins og er um leið grunnur að áframhaldandi námi og þroskagöngu sem lýkur ekki á meðan við lifum. Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Við Íslendingar erum friðelskandi þjóð. Í einu fegursta ættjarðarljóði sem við eigum tengir skáldkonan Hulda, sem fæddist árið 1881, saman friðsæld, frelsi og farsæld. Hún spyr: Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum. Þótt við Íslendingar séum vissulega sjálfstæð þjóð mynda allar þjóðir heimsins saman eitt mannkyn. Engin þjóð stendur því ein, við verðum að vinna saman sem heild. Sú friðsæla þjóð, sem í kvæði Huldu er „svo langt frá heimsins vígaslóð“, er ekki á hjara veraldar. Til Kænugarðs í Úkraínu eru á 4 þúsund kílómetrar sem samsvarar því að fara hringveginn um Ísland hartnær þrívegis. Heimurinn hefur skroppið saman og vígaslóðin hefur teygt sig inn í hjarta Evrópu. Íslendingar hafa verið einhuga um að styðja við flóttafólk sem flosnað hefur upp frá heimahögunum sökum óréttlætanlegrar innrásar nágrannaríkis. Háskóli Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að létta byrðar stríðshrjáðs flóttafólks, með húsnæði, stuðningi við háskólanema frá Úkraínu og samstarfsskóla okkar, Kharazin þjóðarháskólann í Kharkiv. Afleiðingar stríðsins í Úkraínu hafa þannig minnt okkur á hve lítill heimur okkar er þrátt fyrir allt. Við sem deilum þessum hnetti erum í reynd ein stór fjölskylda svo mjög sem örlög okkar eru tvinnuð saman á ótal vegu. Við þurfum að huga að hinu alþjóðlega samhengi á öllum sviðum atvinnuog þjóðlífs á Íslandi, um leið og við ræktum menningararfleifð okkar. Hér hefur Háskóli Íslands tekið að sér forystuhlutverk. Skólinn hefur frá upphafi haft þá köllun að hleypa alþjóðlegri þekkingu og vísindum inn í okkar litla samfélag og rækta um leið eigin garð. Árangur þeirrar viðleitni blasir nú hvarvetna við. Hann birtist m.a. í framsæknum alþjóðlegum líftæknifyrirtækjum, framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, öflugu lista- og menningarlífi, háþróuðum matvælaiðnaði og fjölbreyttu og faglegu skólakerfi. Á þessum sviðum, og ótal fleirum, felast þrotlaus tækifæri fyrir vel menntað fólk í blóma lífsins. Við leggjum höfuðáherslu á að alþjóðlega viðurkennd viðmið séu lögð til grundvallar í öllu okkar starfi. Í stefnu Háskóla íslands til 2026, sem við í daglegu tali köllum HÍ26, eru þessar áherslur um opinn og alþjóðlegan háskóla ítrekaðar og festar í sessi. Þær munu stuðla að áframhaldandi farsæld íslensks samfélags og tryggja að prófgráður ykkar haldi ætíð gildi sínu á alþjóðlegum vettvangi. Kæru kandídatar, sem alþjóðlegur, alhliða rannsóknaháskóli er Háskóli Íslands reiðubúinn að axla ábyrgð í heimi sem er í senn undursamlegur og viðsjárverður. Við verðum hvert og eitt að finna leiðir til að njóta lífsins og gleðjast, en við megum aldrei líta undan andspænis hnattrænum áskorunum. Í stefnu og starfi okkar leggjum við áherslu á að mæta heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Háskólinn á líka í virku samstarfi við evrópskra háskóla innan Aurora-háskólanetsins í sama tilgangi. Það samstarf mun á komandi misserum skila sér í auknum tækifærum íslenskra háskólanema til að taka hluta af námi sínu við erlenda skóla, svo náin munu tengslin milli háskólanna verða, ekki síst fyrir tilstilli upplýsingatækninnar. Kæru kandídatar, þótt síðastliðin misseri hafi sannarlega verið krefjandi hafa þau einnig fært okkur nýja reynslu og nýja þekkingu á mörgum sviðum. Á grunni þeirrar þekkingar byggjum við m.a. þróun nýrra lausna og lyfja við veirusjúkdómum. Margt sem hafði gerst í þróun Háskólans í aðdraganda heimsfaraldurs gerði okkur betur kleift að takast á við þann flókna vanda sem honum fylgdi í öllu starfi okkar. Við höfðum stóreflt stafræna kennsluhætti og aðstöðu til að taka upp fyrirlestra við skólann. Í þeim efnum höfðum við náið og gott samstarf við ykkur, nemendur skólans. Við leitum líka allra leiða til að tryggja fjölbreytni nemendahópsins svo hann endurspegli samfélag okkar á hverjum tíma. Við viljum vinna gegn jaðarsetningu og stéttarskiptingu og veita öllum, sem það kjósa og hafa tilskilinn undirbúning, tækifæri til að nema við Háskóla Íslands. Við viljum mæta væntingum nýrra nemendahópa sem gera sífellt ríkari kröfur um sveigjanlegt námsframboð, fjölbreytt námsumhverfi og markvissa notkun upplýsingatækni í kennslu. Við erum staðráðin í að grípa þau tækifæri sem nú eru innan seilingar, enda höfum við á undanförnum misserum lagt í miklar fjárfestingar í kennslubúnaði og -tækni og aflað okkur dýrmætrar reynslu. En allt nám og öll kennsla byggist á mannlegum samskiptum. Og án náinnar samvinnu þrífst ekki heldur neitt rannsóknarstarf. Því var mikið ánægjuefni þegar nemendur og kennarar streymdu aftur á háskólalóðina á þessu vormisseri og líf færðist að nýju í byggingar skólans. Og við skulum nú nota tækifærið og strengja þess heit að gera samfélag okkar betra og gróskumeira en nokkru sinni fyrr. Í því samhengi skiptir aðstaða til kennslu, rannsókna og félagslífs höfuðmáli. Og við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þegar horft er yfir háskólasvæðið. Raunar má segja að nú standi yfir eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Háskóla Íslands. Við lok síðasta árs bárust þau ánægjulegu tíðindi að Háskólinn hefði ásamt Félagsstofnun stúdenta fengið til yfirráða bygginguna Sögu sem áður hýsti samnefnt hótel, en mun í framtíðinni hýsa Menntavísindasvið, stúdentagarða og fjölbreytta aðra starfsemi. Vil ég nota tækifærið og þakka ríkisstjórn og Alþingi fyrir að þessi kaup urðu að veruleika. Þetta mikla hús í hjarta háskólasvæðisins, opnar ótal tækifæri til að þróa háskólastarfið og styrkja tengsl milli fræðasviða og við samfélag og atvinnulíf. Stefnt er að því að taka Sögu að fullu í notkun á þarnæsta ári eftir viðamikla endurnýjun og umbætur. Með fyrirhuguðum flutningi Menntavísindasviðs í Sögu gerum við góðan háskóla enn betri. Það er okkur kappsmál að efla menntun alls fagfólks í framhalds-, grunn- og leikskólum landsins, en þannig leggjum við grunn að blómlegu skólastarfi á Íslandi og tryggjum hagsmuni Háskóla Íslands og samfélagsins alls til langs tíma litið. Og það er margt fleira í deiglunni. Hafin er lokahönnun nýs húss fyrir heilbrigðisvísindi við Háskóla Íslands á lóð nýja Landspítalans. Með því að sameina heilbrigðisvísindi undir einu þaki gefst einstakt tækifæri til að efla faglegt samstarf og nýsköpun. Á sama tíma mun þetta verða til að auka enn frekar samstarf við Landspítalann sem stundum er kallaður ‚stærsta kennslustofa‘ Háskóla Íslands. Hús íslenskunnar við Suðurgötu er nú einnig að taka á sig lokamynd og verður tekið í notkun á næsta ári. Þar verður m.a. aðsetur íslenskunnar í Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þá eru Vísindagarðar nú óðum að rísa í Vatnsmýrinni og þar er suðupottur margvíslegrar frumkvöðlastarfsemi. Þetta mun allt stórefla aðstöðu til náms og starfs í Háskóla Íslands á komandi misserum. Eflaust eiga sum ykkar, kæru kandídatar, eftir að hasla ykkur völl í framtíðinni innan okkar ört stækkandi háskólasamfélags. Önnur munu leita á nýjar slóðir. Mestu skiptir þó að þið finnið ykkur störf sem þið brennið fyrir og hafið unun af að leysa af hendi; verkefni sem þið vinnið af einskærri ástríðu. Í því felst hamingja. En hvert sem ævivegurinn liggur vona ég að þið munið ætíð hugsa með hlýhug og þakklæti til háskólaáranna. Ég hvet ykkur, kæru kandídatar, til að vera hugrökk, halda áfram að setja markið hátt, að þið leyfið ykkur að næra stóra drauma og fóstra miklar hugsjónir. En svo mikilvægir sem draumarnir eru, þá eru verkin ennþá brýnni. Ég leyfi mér að lokum að gera hvatningu skáldkonunnar Huldu að minni: Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í. Kæru kandídatar, megi draumar ykkar rætast í verkum ykkar, ykkur sjálfum og samfélaginu öllu til blessunar.
Fyrrverandi rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar, starfsfólk Háskóla Íslands, kandídatar, góðir gestir nær og fjær. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til vorbrautskráningar Háskóla Íslands. Að þessu sinni markar árleg uppskeruhátíð okkar langþráð tímamót. Eftir langa baráttu við skæðan heimsfaraldur er skólastarfið og samfélagið allt nú loks að færast aftur í eðlilegt horf. Því er einstaklega ánægjulegt að sjá ykkur öll, bæði kandídata og gesti, samankomin hér í dag til að fagna. Kæru kandídatar, fyrir hönd Háskóla Íslands óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar innilega til hamingju með daginn. Það er mikið gleðiefni að ávarpa ykkur á þessari hátíðarstundu í lífi ykkar. Þrátt fyrir aðskilnaðinn, fjarvinnuna og fjarnámið á undanförnum misserum hefur okkur tekist að vinna saman, læra saman og þroskast saman. Og nú uppskerum við og fögnum saman. Við köstum líka mæðinni eftir langa og stranga vinnutörn, njótum sumarsins og söfnum kröftum. Þið settuð markið hátt, kæru kandídatar, og hafið nú náð eftirtektarverðum árangri sem Háskólinn staðfestir með prófskírteinum þeim sem þið takið við hér á eftir. Dagurinn í dag markar tímamót í lífi ykkar allra. Hann opnar ykkur ný tækifæri, færir ykkur aðgang að fjölbreytilegum störfum, dýpkar skilning ykkar á heiminum og margbreytileika mannlífsins og er um leið grunnur að áframhaldandi námi og þroskagöngu sem lýkur ekki á meðan við lifum. Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Við Íslendingar erum friðelskandi þjóð. Í einu fegursta ættjarðarljóði sem við eigum tengir skáldkonan Hulda, sem fæddist árið 1881, saman friðsæld, frelsi og farsæld. Hún spyr: Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum. Þótt við Íslendingar séum vissulega sjálfstæð þjóð mynda allar þjóðir heimsins saman eitt mannkyn. Engin þjóð stendur því ein, við verðum að vinna saman sem heild. Sú friðsæla þjóð, sem í kvæði Huldu er „svo langt frá heimsins vígaslóð“, er ekki á hjara veraldar. Til Kænugarðs í Úkraínu eru á 4 þúsund kílómetrar sem samsvarar því að fara hringveginn um Ísland hartnær þrívegis. Heimurinn hefur skroppið saman og vígaslóðin hefur teygt sig inn í hjarta Evrópu. Íslendingar hafa verið einhuga um að styðja við flóttafólk sem flosnað hefur upp frá heimahögunum sökum óréttlætanlegrar innrásar nágrannaríkis. Háskóli Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að létta byrðar stríðshrjáðs flóttafólks, með húsnæði, stuðningi við háskólanema frá Úkraínu og samstarfsskóla okkar, Kharazin þjóðarháskólann í Kharkiv. Afleiðingar stríðsins í Úkraínu hafa þannig minnt okkur á hve lítill heimur okkar er þrátt fyrir allt. Við sem deilum þessum hnetti erum í reynd ein stór fjölskylda svo mjög sem örlög okkar eru tvinnuð saman á ótal vegu. Við þurfum að huga að hinu alþjóðlega samhengi á öllum sviðum atvinnuog þjóðlífs á Íslandi, um leið og við ræktum menningararfleifð okkar. Hér hefur Háskóli Íslands tekið að sér forystuhlutverk. Skólinn hefur frá upphafi haft þá köllun að hleypa alþjóðlegri þekkingu og vísindum inn í okkar litla samfélag og rækta um leið eigin garð. Árangur þeirrar viðleitni blasir nú hvarvetna við. Hann birtist m.a. í framsæknum alþjóðlegum líftæknifyrirtækjum, framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, öflugu lista- og menningarlífi, háþróuðum matvælaiðnaði og fjölbreyttu og faglegu skólakerfi. Á þessum sviðum, og ótal fleirum, felast þrotlaus tækifæri fyrir vel menntað fólk í blóma lífsins. Við leggjum höfuðáherslu á að alþjóðlega viðurkennd viðmið séu lögð til grundvallar í öllu okkar starfi. Í stefnu Háskóla íslands til 2026, sem við í daglegu tali köllum HÍ26, eru þessar áherslur um opinn og alþjóðlegan háskóla ítrekaðar og festar í sessi. Þær munu stuðla að áframhaldandi farsæld íslensks samfélags og tryggja að prófgráður ykkar haldi ætíð gildi sínu á alþjóðlegum vettvangi. Kæru kandídatar, sem alþjóðlegur, alhliða rannsóknaháskóli er Háskóli Íslands reiðubúinn að axla ábyrgð í heimi sem er í senn undursamlegur og viðsjárverður. Við verðum hvert og eitt að finna leiðir til að njóta lífsins og gleðjast, en við megum aldrei líta undan andspænis hnattrænum áskorunum. Í stefnu og starfi okkar leggjum við áherslu á að mæta heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Háskólinn á líka í virku samstarfi við evrópskra háskóla innan Aurora-háskólanetsins í sama tilgangi. Það samstarf mun á komandi misserum skila sér í auknum tækifærum íslenskra háskólanema til að taka hluta af námi sínu við erlenda skóla, svo náin munu tengslin milli háskólanna verða, ekki síst fyrir tilstilli upplýsingatækninnar. Kæru kandídatar, þótt síðastliðin misseri hafi sannarlega verið krefjandi hafa þau einnig fært okkur nýja reynslu og nýja þekkingu á mörgum sviðum. Á grunni þeirrar þekkingar byggjum við m.a. þróun nýrra lausna og lyfja við veirusjúkdómum. Margt sem hafði gerst í þróun Háskólans í aðdraganda heimsfaraldurs gerði okkur betur kleift að takast á við þann flókna vanda sem honum fylgdi í öllu starfi okkar. Við höfðum stóreflt stafræna kennsluhætti og aðstöðu til að taka upp fyrirlestra við skólann. Í þeim efnum höfðum við náið og gott samstarf við ykkur, nemendur skólans. Við leitum líka allra leiða til að tryggja fjölbreytni nemendahópsins svo hann endurspegli samfélag okkar á hverjum tíma. Við viljum vinna gegn jaðarsetningu og stéttarskiptingu og veita öllum, sem það kjósa og hafa tilskilinn undirbúning, tækifæri til að nema við Háskóla Íslands. Við viljum mæta væntingum nýrra nemendahópa sem gera sífellt ríkari kröfur um sveigjanlegt námsframboð, fjölbreytt námsumhverfi og markvissa notkun upplýsingatækni í kennslu. Við erum staðráðin í að grípa þau tækifæri sem nú eru innan seilingar, enda höfum við á undanförnum misserum lagt í miklar fjárfestingar í kennslubúnaði og -tækni og aflað okkur dýrmætrar reynslu. En allt nám og öll kennsla byggist á mannlegum samskiptum. Og án náinnar samvinnu þrífst ekki heldur neitt rannsóknarstarf. Því var mikið ánægjuefni þegar nemendur og kennarar streymdu aftur á háskólalóðina á þessu vormisseri og líf færðist að nýju í byggingar skólans. Og við skulum nú nota tækifærið og strengja þess heit að gera samfélag okkar betra og gróskumeira en nokkru sinni fyrr. Í því samhengi skiptir aðstaða til kennslu, rannsókna og félagslífs höfuðmáli. Og við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þegar horft er yfir háskólasvæðið. Raunar má segja að nú standi yfir eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Háskóla Íslands. Við lok síðasta árs bárust þau ánægjulegu tíðindi að Háskólinn hefði ásamt Félagsstofnun stúdenta fengið til yfirráða bygginguna Sögu sem áður hýsti samnefnt hótel, en mun í framtíðinni hýsa Menntavísindasvið, stúdentagarða og fjölbreytta aðra starfsemi. Vil ég nota tækifærið og þakka ríkisstjórn og Alþingi fyrir að þessi kaup urðu að veruleika. Þetta mikla hús í hjarta háskólasvæðisins, opnar ótal tækifæri til að þróa háskólastarfið og styrkja tengsl milli fræðasviða og við samfélag og atvinnulíf. Stefnt er að því að taka Sögu að fullu í notkun á þarnæsta ári eftir viðamikla endurnýjun og umbætur. Með fyrirhuguðum flutningi Menntavísindasviðs í Sögu gerum við góðan háskóla enn betri. Það er okkur kappsmál að efla menntun alls fagfólks í framhalds-, grunn- og leikskólum landsins, en þannig leggjum við grunn að blómlegu skólastarfi á Íslandi og tryggjum hagsmuni Háskóla Íslands og samfélagsins alls til langs tíma litið. Og það er margt fleira í deiglunni. Hafin er lokahönnun nýs húss fyrir heilbrigðisvísindi við Háskóla Íslands á lóð nýja Landspítalans. Með því að sameina heilbrigðisvísindi undir einu þaki gefst einstakt tækifæri til að efla faglegt samstarf og nýsköpun. Á sama tíma mun þetta verða til að auka enn frekar samstarf við Landspítalann sem stundum er kallaður ‚stærsta kennslustofa‘ Háskóla Íslands. Hús íslenskunnar við Suðurgötu er nú einnig að taka á sig lokamynd og verður tekið í notkun á næsta ári. Þar verður m.a. aðsetur íslenskunnar í Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þá eru Vísindagarðar nú óðum að rísa í Vatnsmýrinni og þar er suðupottur margvíslegrar frumkvöðlastarfsemi. Þetta mun allt stórefla aðstöðu til náms og starfs í Háskóla Íslands á komandi misserum. Eflaust eiga sum ykkar, kæru kandídatar, eftir að hasla ykkur völl í framtíðinni innan okkar ört stækkandi háskólasamfélags. Önnur munu leita á nýjar slóðir. Mestu skiptir þó að þið finnið ykkur störf sem þið brennið fyrir og hafið unun af að leysa af hendi; verkefni sem þið vinnið af einskærri ástríðu. Í því felst hamingja. En hvert sem ævivegurinn liggur vona ég að þið munið ætíð hugsa með hlýhug og þakklæti til háskólaáranna. Ég hvet ykkur, kæru kandídatar, til að vera hugrökk, halda áfram að setja markið hátt, að þið leyfið ykkur að næra stóra drauma og fóstra miklar hugsjónir. En svo mikilvægir sem draumarnir eru, þá eru verkin ennþá brýnni. Ég leyfi mér að lokum að gera hvatningu skáldkonunnar Huldu að minni: Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í. Kæru kandídatar, megi draumar ykkar rætast í verkum ykkar, ykkur sjálfum og samfélaginu öllu til blessunar.
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira