Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2022 15:25 Úkraínskum hermönnum í Sieveródonetsk hefur verið skipað að hörfa úr borginni. EPA/Oleksandr Ratushniak Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa. Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira