Vaktin: Ráðast að öryggisstofnunum í Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. júní 2022 08:17 Fáir íbúar eru enn í Lysychansk enda varla hægt að finna svæði sem ekki verður fyrir loftárásum. Getty Finnar eru reiðubúnir ef Rússar ráðast gegn þeim og munu verjast ötullega, segir Timo Kivinen, yfirmaður finnska heraflans. „Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
„Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira