Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2022 11:52 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira