Konur, friður og öryggi Stella Samúelsdóttir skrifar 22. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun