Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun