Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 20. júní 2022 08:23 Vólódímír Selenskí ávarpaði Afríkusambandið í dag. Hann segir hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu halda Afríku í gíslingu Rússa. UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER/EPA Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira