Undrun og vonbrigði innan OECD með framgang Samherjamálsins á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2022 20:00 Drago Kos yfirmaður vinnuhóps gegn mútum hjá OECD ætlar að spyrja yfirvöld út í stöðu mála í Samherjarannsókninni. Davidplas/friendsofeurope Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé nánast vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann tekur þó fram að hann vanmetur ekkert land. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum. Strax í kjölfar afhjúpunar á Samherjaskjölunum í lok 2019 lét Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps efnahags-og framfarastofnunarinnar þau orð falla í samtali við RÚV að Samerjamálið yrði prófsteinn á getu íslenskra yfirvalda. Síðan þá hafa liðið tvö og hálft ár. Kos segist í samtali við fréttastofu hafa búist við jafn kröftugum vinnubrögðum og yfirvöld sýndu við rannsókn á efnahagshruninu. „Allir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum núna. En það gerðist ekki. Ég myndi segja að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að Namibía sé landið sem dragi vagninn í rannsókninni. Það er íslenskum stjórnvöldum ekki til sóma.“ Kos kveðst þó hafa skilning á því að rannsókn af þessari stærðargráðu geti tekið tíma og að hann fari ekki fram á að upplýst verði um neitt sem gæti spillt rannsóknarhagsmunum. Stóru línurnar í málinu þurfi að vera kunnar. Þessi þrúgandi þögn sé þó vandamál. „Ég get ekki annað séð en að enginn viti hvað sé í gangi á íslandi. Við vitum allt um það sem er að gerast í Namibíu. Ég tel að þetta sé á meðal stærstu vandamála hjá ykkar yfirvöldum. Afskipti yfirvalda af blaðamönnum áhyggjuefni Fréttastofa ræddi við héraðssaksóknara á dögunum í tilefni af fundarhöldum með namibískri sendinefnd. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega þrátt fyrir skort á fjármagni. Kos sagðist varla trúa því að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað í velmegunarlandi eins og Íslandi. „Stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita embættinu allt sem það þarf til að klára málið eins fljótt og hægt er.“ Vinnuhópurinn hefur fylgst náið með atburðarásinni sem fylgdi í kjölfar afhjúpunSamherjaskjalanna. Gögnum úr síma skipstjóra útgerðarfélagsins var lekið til fréttamanna og fréttir unnar upp úr samskiptum á milli nokkurra starfsmanna fyrirtækisins. Þetta leiddi til þess að saksóknari á Norðurlandi eystra boðaði umrædda fréttamenn í yfirheyrslu með stöðu sakborninga. Þetta finnst Kos vera með ólíkindum. Það sé viðbúið að einstaklingar og fyrirtæki sem liggi undir grun grípi til ýmissa ráða en að það valdi honum áhyggjum að lögregluyfirvöld spili með. „Við í vinnuhópnum lítum á rannsóknarblaðamenn sem samherja í að koma upp um mútumál. Þess vegna finnst mér ótrúlegt að eitthvað þessu líkt hafi átt sér stað á Íslandi; að lögregluyfirvöld hafi farið á eftir blaðamönnunum en ekki hinum gruðunu.“ Þróun málsins dragi upp aðra og verri mynd af Íslandi Aðspurður telur Kos ekki að Samherjamálið eitt og sér muni grafa undan trausti annarra þjóða á Íslandi. Í húfi sé fyrst og fremst traust Íslendinga í garð yfirvalda. „Í stuttu máli sagt, þá hefur meðferð þessa máls skilið eftir sig beiskt bragð.“ Ísland hafi haft á sér orðspor heilinda og gegnsæis. Stjórnvöld verði að gera betur. „Ef ég vissi ekki hvaða land við værum að ræða um þá myndi ég fyrst hugsa um eitthvað annað land sem er ekki í eins góðri stöðu hvað varðar heilindi og spillingu.“ Kos og vinnuhópurinn gegn mútum mun kalla eftir svörum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. „Það er kominn tími til að fá svör frá Íslandi um meðferð málsins, en líka svör við þessum vandamálum sem blaðamennirnir lentu í því þetta mál dregur upp aðra mynd en við erum vön að sjá þegar kemur að Íslandi.“ Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Ummælin rötuðu í fréttirnar erlendis en The Guardian fjallaði um viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Kos segir ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Strax í kjölfar afhjúpunar á Samherjaskjölunum í lok 2019 lét Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps efnahags-og framfarastofnunarinnar þau orð falla í samtali við RÚV að Samerjamálið yrði prófsteinn á getu íslenskra yfirvalda. Síðan þá hafa liðið tvö og hálft ár. Kos segist í samtali við fréttastofu hafa búist við jafn kröftugum vinnubrögðum og yfirvöld sýndu við rannsókn á efnahagshruninu. „Allir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum núna. En það gerðist ekki. Ég myndi segja að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að Namibía sé landið sem dragi vagninn í rannsókninni. Það er íslenskum stjórnvöldum ekki til sóma.“ Kos kveðst þó hafa skilning á því að rannsókn af þessari stærðargráðu geti tekið tíma og að hann fari ekki fram á að upplýst verði um neitt sem gæti spillt rannsóknarhagsmunum. Stóru línurnar í málinu þurfi að vera kunnar. Þessi þrúgandi þögn sé þó vandamál. „Ég get ekki annað séð en að enginn viti hvað sé í gangi á íslandi. Við vitum allt um það sem er að gerast í Namibíu. Ég tel að þetta sé á meðal stærstu vandamála hjá ykkar yfirvöldum. Afskipti yfirvalda af blaðamönnum áhyggjuefni Fréttastofa ræddi við héraðssaksóknara á dögunum í tilefni af fundarhöldum með namibískri sendinefnd. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega þrátt fyrir skort á fjármagni. Kos sagðist varla trúa því að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað í velmegunarlandi eins og Íslandi. „Stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita embættinu allt sem það þarf til að klára málið eins fljótt og hægt er.“ Vinnuhópurinn hefur fylgst náið með atburðarásinni sem fylgdi í kjölfar afhjúpunSamherjaskjalanna. Gögnum úr síma skipstjóra útgerðarfélagsins var lekið til fréttamanna og fréttir unnar upp úr samskiptum á milli nokkurra starfsmanna fyrirtækisins. Þetta leiddi til þess að saksóknari á Norðurlandi eystra boðaði umrædda fréttamenn í yfirheyrslu með stöðu sakborninga. Þetta finnst Kos vera með ólíkindum. Það sé viðbúið að einstaklingar og fyrirtæki sem liggi undir grun grípi til ýmissa ráða en að það valdi honum áhyggjum að lögregluyfirvöld spili með. „Við í vinnuhópnum lítum á rannsóknarblaðamenn sem samherja í að koma upp um mútumál. Þess vegna finnst mér ótrúlegt að eitthvað þessu líkt hafi átt sér stað á Íslandi; að lögregluyfirvöld hafi farið á eftir blaðamönnunum en ekki hinum gruðunu.“ Þróun málsins dragi upp aðra og verri mynd af Íslandi Aðspurður telur Kos ekki að Samherjamálið eitt og sér muni grafa undan trausti annarra þjóða á Íslandi. Í húfi sé fyrst og fremst traust Íslendinga í garð yfirvalda. „Í stuttu máli sagt, þá hefur meðferð þessa máls skilið eftir sig beiskt bragð.“ Ísland hafi haft á sér orðspor heilinda og gegnsæis. Stjórnvöld verði að gera betur. „Ef ég vissi ekki hvaða land við værum að ræða um þá myndi ég fyrst hugsa um eitthvað annað land sem er ekki í eins góðri stöðu hvað varðar heilindi og spillingu.“ Kos og vinnuhópurinn gegn mútum mun kalla eftir svörum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. „Það er kominn tími til að fá svör frá Íslandi um meðferð málsins, en líka svör við þessum vandamálum sem blaðamennirnir lentu í því þetta mál dregur upp aðra mynd en við erum vön að sjá þegar kemur að Íslandi.“ Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Ummælin rötuðu í fréttirnar erlendis en The Guardian fjallaði um viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Kos segir ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02