Lögreglan á Suðurlandi hefur aðeins sagt að alvarlegt umferðarslys hafi orðið en hvorki veitt upplýsingar um fjölda slasaðra né hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir við Vísi að þyrlan hafi lent með einn slasaðan við Landspítalann í Fossvogi um klukkan sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um þann slasaða.